Víkingur með stjörnunum í Dúbaí Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2019 13:00 Víkingur hitti sjálfan Lil Pump og má sjá þá félagana saman hér til vinstri. Niðri til hægri er Víkingur meðal annars með Vitaly Zdorovetski og Sultan Khoory. Uppi til hægri má sjá mynd af Instagramreikningi Vitaly en hann er með 3,1 milljón fylgjenda þar. „Þetta var vinnuferð í bland við skemmtiferð en vinur minn Daníel Örn Einarsson skellti sér með mér,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistahátíðarinnar Secret Solstice, sem er nýkominn heim úr svakalegri skemmtiferð í Dúbaí þar sem hann skemmti sér konunglega. „Við ákváðum að kíkja og hitta þá sem stjórna tónlistarsenunni þarna úti til að sjá hvort við getum unnið saman fyrir Secret Solstice 2020, svo er ég líka að skoða úrvalið hérna úti í innbú fyrir húsið mitt sem ég flyt inn í fyrir sumarið. Húsið mitt brann fyrir nokkrum árum, en nú fer það loksins að verða tilbúið,“ segir Víkingur. „Ég á góðan vin hérna sem heitir Sultan Khoory og er með sterka tengingu við Sheikinn í Dúbaí. Hann stjanar alltaf við okkur þegar við kíkjum á hann og hefur hann kynnt okkur fyrir öllum hérna úti. Hann þekkir allt rétta fólkið þannig manni er yfirleitt boðið í öll skemmtilegustu partýin.“ Hér að neðan má sjá mynd af Víkingi og hópnum úti í Dúbaí en lengst til vinstri er Khoory. Við hliðiná honum er síðan Vitaly Zdorovetski sem er heimsþekktur prakkari og er hann bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega á úrslitaleikjum. View this post on Instagram Always good to be back to Dubai with the fam! Eating Gold Burgers at SaltBae! #mydubai #dubai #ilovedubai #saltbae #nusret #fam #goldburger A post shared by Víkingur Heiðar Arnórsson (@iceviking) on Nov 29, 2019 at 2:18am PST „Helsta ástæðan fyrir því að við ákváðum að skella okkur út á þessum árstíma var að Formúla 1 mót var haldið um mánaðarmótin síðustu og hef ég aldrei áður farið á slíkan viðburð. Það var svo heppilegt að góður vinur minn frá Rússlandi, Vitaly og konan hans Kinsey sem hljóp inn á lokaleik meistaradeildarinnar í fyrra voru öll á leiðinni á Formúluna líka. Til gamans má geta að allur sami hópurinn var með okkur 2018 á Secret Solstice þar sem þau eru vinir Steve Aoki og var ég að sjá um hann og aðrar stjörnur sem voru að spila á hátíðinni áður en ég tók yfir sem framkvæmdarstjóri.“ Hér að neðan má sjá mynd af Vitali að njóta lífsins í Dúbaí. View this post on Instagram Thank You Sugar Daddy For The Vacation! A post shared by Vitaly (@kingvitaly) on Nov 28, 2019 at 1:58pm PST „Lífið þarna úti er heldur betur ljúft og veðrið er alltaf svo gott og jafnvel of heitt. Uppbyggingin er svakaleg hérna. Þegar nýtt verkefni er sett í gang, þá er tvöföld eða þreföld vakt af verkamönnum að vinna og er byggt dag og nótt til að tryggja að byggingar rísi sem hraðast. Um tíma voru 30% af öllum byggingarkrönum í heiminum í Dubai er mér sagt,“ segir Víkingur og bætir við að allir séu mjög vinalegur þarna úti. „Það vilja allir bjóða í mat eða borga allt undir gestina sína. Það er alltaf pantaður matur fyrir auka gesti til öryggis ef einhver dettur við í heimsókn. Maður er alltaf í erfiðleikum með að fá að borga fyrir sjálfan sig. Maturinn er rosalega góður, alveg jafn góður og íslenskur matur nema úrvalið er svo miklu meira og verðið eru yfirleitt mjög sanngjarnt. Einnig er gott úrval af verslunum, og öll sú afþreying sem þér gæti dottið í hug. Það er alltaf eitthvað um að vera eins og tónleikar, ráðstefnur, hátíðir og aðrir viðburðir. Nokkrir sem ég þekki eiga einkadýragarð.“ Vilja slá heimsmet í öllu Víkingur fann sig einstaklega vel út í Dúbaí. „Dúbaí er að reyna að setja heimsmet í öllu sem þeir geta. Þeir eru nú þegar með stærstu verslunarmiðstöð í heimi, hæstu bygginguna og eru að byggja eina enn stærri, stærsta fiskabúr heims, stærsta flatskjáinn, stærsti myndarammi og alveg helling í viðbót. Það eru bara til rúmlega ein milljón af heimamönnum en svo eru mikið af vinnumönnum frá Asíu og innflytjendum frá Evrópu ásamt ferðamönnum. Margir heimamenn eiga snekkjur, ofurbíla og risa villur. Þetta var ótrúlegt.“ Víkingur hitti sjálfan Lil Pump á ferðalagi sínu en hann kemur fram á Secret Solstice næsta sumar. „Ég var í sambandi við starfsfólk Lil Pump og sagði þeim frá því að ég væri í Dúbaí. Þau vildu endilega að við myndum hittast. Ég hitti hann á 1’Oak skemmtistaðnum og var ég með honum og hans föruneyti baksviðs fyrir og eftir giggið. Eftir ágætis spjall við Lil Pump og umboðsmanninn hans kom í ljós að hann hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spenntur fyrir tónleikum eins og að spila fyrir okkur Íslendinga. Aðrir sem voru með okkur baksviðs voru rapparinn Dave East, einhverjir minna þekktir meðlimir úr Wu-Tang og fyrrum NBA kappi sem er núna að spila í Dúbaí. Ég hitti einnig Sia, sem er stærsti aðilinn í að flytja inn tónlistarmenn til Dúbaí, og hann mundu eftir mér síðan hann kom með Fatman Scoop til Íslands og spiluðu þeir í afmælinu mínu á Broadway fyrir 14 árum síðan.“ Víkingur segir að von sé á tilkynningu frá Secret Solstive í upphafi næsta árs. „Fyrsta tilkynningin kom út fyrir nokkrum vikum síðan og eru flest allir í skýjunum með dagskrána nú þegar. Við erum á fullu að vinna í að fá fleiri tónlistarmenn og erfitt að staðhæfa að svo stöddu hvenær næsta tilkynning kemur út, en ég býst við að það verði í lok janúar eða byrjun febrúar. Það eiga eftir að bætast við nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins ásamt einhverjum vinsælum erlendum listamönnum.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Víkingur klippti saman eftir ferðina til Dúbaí. Hann stendur fyrir Secret Solstice næsta sumar og verður tónlistarhátíðin 26. - 28. júní í Laugardalnum. Klippa: Víkingur á ferðlagi lífs síns í Dúbaí Secret Solstice Tengdar fréttir Fáklæddi Íslandsvinurinn skemmti sér konunglega hér á landi Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. 3. júní 2019 12:30 Myndband sem sýnir brot af því besta frá Secret Solstice Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa gefið út myndband þar sem síðasta hátíð er rifjuð upp og sýnt frá öllu því besta. 1. nóvember 2019 13:30 Cypress Hill og TLC á Secret Solstice Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice birtu í dag fyrstu tilkynninguna um þá listamenn sem koma fram á hátíðinni næsta sumar. 28. nóvember 2019 11:00 Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Þetta var vinnuferð í bland við skemmtiferð en vinur minn Daníel Örn Einarsson skellti sér með mér,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistahátíðarinnar Secret Solstice, sem er nýkominn heim úr svakalegri skemmtiferð í Dúbaí þar sem hann skemmti sér konunglega. „Við ákváðum að kíkja og hitta þá sem stjórna tónlistarsenunni þarna úti til að sjá hvort við getum unnið saman fyrir Secret Solstice 2020, svo er ég líka að skoða úrvalið hérna úti í innbú fyrir húsið mitt sem ég flyt inn í fyrir sumarið. Húsið mitt brann fyrir nokkrum árum, en nú fer það loksins að verða tilbúið,“ segir Víkingur. „Ég á góðan vin hérna sem heitir Sultan Khoory og er með sterka tengingu við Sheikinn í Dúbaí. Hann stjanar alltaf við okkur þegar við kíkjum á hann og hefur hann kynnt okkur fyrir öllum hérna úti. Hann þekkir allt rétta fólkið þannig manni er yfirleitt boðið í öll skemmtilegustu partýin.“ Hér að neðan má sjá mynd af Víkingi og hópnum úti í Dúbaí en lengst til vinstri er Khoory. Við hliðiná honum er síðan Vitaly Zdorovetski sem er heimsþekktur prakkari og er hann bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega á úrslitaleikjum. View this post on Instagram Always good to be back to Dubai with the fam! Eating Gold Burgers at SaltBae! #mydubai #dubai #ilovedubai #saltbae #nusret #fam #goldburger A post shared by Víkingur Heiðar Arnórsson (@iceviking) on Nov 29, 2019 at 2:18am PST „Helsta ástæðan fyrir því að við ákváðum að skella okkur út á þessum árstíma var að Formúla 1 mót var haldið um mánaðarmótin síðustu og hef ég aldrei áður farið á slíkan viðburð. Það var svo heppilegt að góður vinur minn frá Rússlandi, Vitaly og konan hans Kinsey sem hljóp inn á lokaleik meistaradeildarinnar í fyrra voru öll á leiðinni á Formúluna líka. Til gamans má geta að allur sami hópurinn var með okkur 2018 á Secret Solstice þar sem þau eru vinir Steve Aoki og var ég að sjá um hann og aðrar stjörnur sem voru að spila á hátíðinni áður en ég tók yfir sem framkvæmdarstjóri.“ Hér að neðan má sjá mynd af Vitali að njóta lífsins í Dúbaí. View this post on Instagram Thank You Sugar Daddy For The Vacation! A post shared by Vitaly (@kingvitaly) on Nov 28, 2019 at 1:58pm PST „Lífið þarna úti er heldur betur ljúft og veðrið er alltaf svo gott og jafnvel of heitt. Uppbyggingin er svakaleg hérna. Þegar nýtt verkefni er sett í gang, þá er tvöföld eða þreföld vakt af verkamönnum að vinna og er byggt dag og nótt til að tryggja að byggingar rísi sem hraðast. Um tíma voru 30% af öllum byggingarkrönum í heiminum í Dubai er mér sagt,“ segir Víkingur og bætir við að allir séu mjög vinalegur þarna úti. „Það vilja allir bjóða í mat eða borga allt undir gestina sína. Það er alltaf pantaður matur fyrir auka gesti til öryggis ef einhver dettur við í heimsókn. Maður er alltaf í erfiðleikum með að fá að borga fyrir sjálfan sig. Maturinn er rosalega góður, alveg jafn góður og íslenskur matur nema úrvalið er svo miklu meira og verðið eru yfirleitt mjög sanngjarnt. Einnig er gott úrval af verslunum, og öll sú afþreying sem þér gæti dottið í hug. Það er alltaf eitthvað um að vera eins og tónleikar, ráðstefnur, hátíðir og aðrir viðburðir. Nokkrir sem ég þekki eiga einkadýragarð.“ Vilja slá heimsmet í öllu Víkingur fann sig einstaklega vel út í Dúbaí. „Dúbaí er að reyna að setja heimsmet í öllu sem þeir geta. Þeir eru nú þegar með stærstu verslunarmiðstöð í heimi, hæstu bygginguna og eru að byggja eina enn stærri, stærsta fiskabúr heims, stærsta flatskjáinn, stærsti myndarammi og alveg helling í viðbót. Það eru bara til rúmlega ein milljón af heimamönnum en svo eru mikið af vinnumönnum frá Asíu og innflytjendum frá Evrópu ásamt ferðamönnum. Margir heimamenn eiga snekkjur, ofurbíla og risa villur. Þetta var ótrúlegt.“ Víkingur hitti sjálfan Lil Pump á ferðalagi sínu en hann kemur fram á Secret Solstice næsta sumar. „Ég var í sambandi við starfsfólk Lil Pump og sagði þeim frá því að ég væri í Dúbaí. Þau vildu endilega að við myndum hittast. Ég hitti hann á 1’Oak skemmtistaðnum og var ég með honum og hans föruneyti baksviðs fyrir og eftir giggið. Eftir ágætis spjall við Lil Pump og umboðsmanninn hans kom í ljós að hann hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spenntur fyrir tónleikum eins og að spila fyrir okkur Íslendinga. Aðrir sem voru með okkur baksviðs voru rapparinn Dave East, einhverjir minna þekktir meðlimir úr Wu-Tang og fyrrum NBA kappi sem er núna að spila í Dúbaí. Ég hitti einnig Sia, sem er stærsti aðilinn í að flytja inn tónlistarmenn til Dúbaí, og hann mundu eftir mér síðan hann kom með Fatman Scoop til Íslands og spiluðu þeir í afmælinu mínu á Broadway fyrir 14 árum síðan.“ Víkingur segir að von sé á tilkynningu frá Secret Solstive í upphafi næsta árs. „Fyrsta tilkynningin kom út fyrir nokkrum vikum síðan og eru flest allir í skýjunum með dagskrána nú þegar. Við erum á fullu að vinna í að fá fleiri tónlistarmenn og erfitt að staðhæfa að svo stöddu hvenær næsta tilkynning kemur út, en ég býst við að það verði í lok janúar eða byrjun febrúar. Það eiga eftir að bætast við nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins ásamt einhverjum vinsælum erlendum listamönnum.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Víkingur klippti saman eftir ferðina til Dúbaí. Hann stendur fyrir Secret Solstice næsta sumar og verður tónlistarhátíðin 26. - 28. júní í Laugardalnum. Klippa: Víkingur á ferðlagi lífs síns í Dúbaí
Secret Solstice Tengdar fréttir Fáklæddi Íslandsvinurinn skemmti sér konunglega hér á landi Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. 3. júní 2019 12:30 Myndband sem sýnir brot af því besta frá Secret Solstice Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa gefið út myndband þar sem síðasta hátíð er rifjuð upp og sýnt frá öllu því besta. 1. nóvember 2019 13:30 Cypress Hill og TLC á Secret Solstice Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice birtu í dag fyrstu tilkynninguna um þá listamenn sem koma fram á hátíðinni næsta sumar. 28. nóvember 2019 11:00 Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Fáklæddi Íslandsvinurinn skemmti sér konunglega hér á landi Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. 3. júní 2019 12:30
Myndband sem sýnir brot af því besta frá Secret Solstice Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa gefið út myndband þar sem síðasta hátíð er rifjuð upp og sýnt frá öllu því besta. 1. nóvember 2019 13:30
Cypress Hill og TLC á Secret Solstice Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice birtu í dag fyrstu tilkynninguna um þá listamenn sem koma fram á hátíðinni næsta sumar. 28. nóvember 2019 11:00
Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25