Svíþjóðardemókratar mælast stærstir Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 08:34 Jimmie Åkesson hefur leitt Svíþjóðardemókrata frá 2005. Getty Svíþjóðardemókratar hafa í fyrsta sinn mælst stærsti flokkur Svíþjóðar í skoðanakönnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus. Flokkurinn mælist með 24 prósent fylgi, en Jafnaðarmannaflokkur Stefan Löfven forsætisráðherra 23,7 prósent. Munurinn milli flokkanna er þó innan skekkjumarka. Fylgi Svíþjóðardemókrata hefur aukist í könnunum síðustu mánuði, og á sama tíma hefur fylgi Jafnaðarmannaflokksins dalað. Í frétt SVT segir að Jafnaðarmannaflokkurinn sé fyrst og fremst að missa fylgi meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa yrði kosið í dag, en einnig til Hægriflokksins (Moderaterna) og Svíþjóðardemókrata. Að sama skapi eru Svíþjóðardemókratar að sækja fylgi frá kjósendum Hægriflokksins, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður Hægriflokksins, hafi átt vinnufund þar sem þeir ræddu stöðuna í pólitíkinni og mögulegt samstarf. Var þetta í fyrsta fundur sinnar tegundar en Svíþjóðardemókratar hafa verið í kuldanum á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu mönnum á þing árið 2010. Hafa aðrir flokkar sniðgengið flokkinn vegna harðrar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Könnun SVT og Novus (18. nóvember til 15. desember)Svíþjóðardemókratar 24,0% (+2,5% frá fyrri könnun)Jafnaðarmannaflokkurinn 23,7% (-2,3%)Hægriflokkurinn 17,9% (-0,4%)Vinstriflokkurinn 9,9% (+0,6%)Miðflokkurinn 8,3% (+0,5%)Kristilegir demókratar 6,2% (-0,9%)Græningjar 5,0% (+0,2%)Frjálslyndir 3,5% (+0,1%)Aðrir flokkar 1,5% (-0,3%(Óvissir 5,9% Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Svíþjóðardemókratar hafa í fyrsta sinn mælst stærsti flokkur Svíþjóðar í skoðanakönnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus. Flokkurinn mælist með 24 prósent fylgi, en Jafnaðarmannaflokkur Stefan Löfven forsætisráðherra 23,7 prósent. Munurinn milli flokkanna er þó innan skekkjumarka. Fylgi Svíþjóðardemókrata hefur aukist í könnunum síðustu mánuði, og á sama tíma hefur fylgi Jafnaðarmannaflokksins dalað. Í frétt SVT segir að Jafnaðarmannaflokkurinn sé fyrst og fremst að missa fylgi meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa yrði kosið í dag, en einnig til Hægriflokksins (Moderaterna) og Svíþjóðardemókrata. Að sama skapi eru Svíþjóðardemókratar að sækja fylgi frá kjósendum Hægriflokksins, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður Hægriflokksins, hafi átt vinnufund þar sem þeir ræddu stöðuna í pólitíkinni og mögulegt samstarf. Var þetta í fyrsta fundur sinnar tegundar en Svíþjóðardemókratar hafa verið í kuldanum á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu mönnum á þing árið 2010. Hafa aðrir flokkar sniðgengið flokkinn vegna harðrar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Könnun SVT og Novus (18. nóvember til 15. desember)Svíþjóðardemókratar 24,0% (+2,5% frá fyrri könnun)Jafnaðarmannaflokkurinn 23,7% (-2,3%)Hægriflokkurinn 17,9% (-0,4%)Vinstriflokkurinn 9,9% (+0,6%)Miðflokkurinn 8,3% (+0,5%)Kristilegir demókratar 6,2% (-0,9%)Græningjar 5,0% (+0,2%)Frjálslyndir 3,5% (+0,1%)Aðrir flokkar 1,5% (-0,3%(Óvissir 5,9%
Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14