8,4% atvinnuleysi á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:45 Tvöfalt meira atvinnuleysi er á Suðurnesjum en á landsvísu. vísir/hafsteinn Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira