Innlent

Ekkert til sölu í tómri búð í Kringlunni

Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Búðin er tóm en bleik.
Búðin er tóm en bleik.

Fólki er boðið upp á gæðastund með sjálfu sér í bleiku rými í Kringlunni sem á að sefa spennu og róa taugarnar í jólastressinu.

Þeir sem finna fyrir jólastressinu og eiga eftir að kaupa allar jólagjafirnar geta farið í tóma búð í Kringlunni sem selur ekki neitt og slakað á.

Orkan býður gestum Kringlunnar að jafna sig á jólaösinni.

„Við erum búin að bjóða fólki upp á að jafna sig í merkingunni kolefnisjafna sig það sem af er þessu ári. Okkur langaði að spila á hina hlið peningsins að jafna sig á líkama og sál. Maður stígur bara inn og þarna er ekkert áreiti. Þetta er bara bleikur geimur sem er búið að smíða,“ segir Steinar Þór Ólafsson, markaðsstjóri Orkunnar.

Inni í rýminu er síðan ákveðin tegund af tóni sem hljómar eins og hann lækki stöðugt. Þegar fréttastofa leit við í tómri búðinni í gær voru þar nokkrir gestir, karlmenn í miklum meirihluta.

„Ég er enn þá að bíða eftir að maður róist alveg endanlega,“ segir Grétar Ólafsson sem viðurkennir að finna fyrir smá jólastressi.

„En ég held að ég sé allur að koma til.“

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar um tómu búðina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×