Wikileaks segir ekkert mál að birta fleiri pósta Jóhannesar gefi Björgólfur grænt ljós Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2019 16:34 Kristinn dregur Björgólf sundur og saman í háðslegu opnu bréfi til forstjóra Samherja. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur skrifað Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, opið bréf þar sem hann segir ekkert mál að birta meira efni úr pósthólfi uppljóstrarans, en hann verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur. (Sjá má bréf Kristins í heild inni hér að neðan.) „Sæll Björgólfur Athygli mín var vakin á bréfi sem þú sendir starfsmönnum Samherja og birtist á vef fyrirtækisins 5. desember s.l. Þar gerir þú að umtalsefni að Jóhannes Stefánsson hafi ekki afhent WikiLeaks nema hluta af tölvupóstum sínum úr vinnutölvu sem hann hafði. Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman,“ segir Kristinn í upphafi síns bréfs. Björgólfur verður að gefa grænt ljós sjálfur Hann segist hafa tekið ákvörðun um að sigta út úr tölvupóstum og gögnum sem hann taldi óþarft að birta því þar væri um að ræða persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hann segir að það hafi verið vegna tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem Kristinn telur víst að séu upp til hópa sómafólk. „Það er erfitt að lesa orðsendingu þína til starfsmanna öðruvísi en sem hvatningu til WikiLeaks að birta öll þau gögn sem óbirt eru. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir afdráttarlausan stuðning og heimild núverandi og fyrrverandi starfsmanna svo og viðskiptamanna Samherja til að leggja fram slíka hvatningu eða beiðni. Þú lætur mig kannski vita afdráttarlaust hvort sú er raunin.“ Gefur til kynna að Samherji hafi leikið upptöku af símtali Jóhannesar Bréf Kristins er kumpánlegt og háðslegt í senn en þar segir að einnig sé það gert tortryggilegt að það vanti tímabil í tölvupósta Jóhannesar. „Það er alveg mögulegt að einhverjir póstar hafi ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma.“ Kristinn skorar á Björgólf að senda sér slíka pósta sem megi þá koma fyrir með öðrum gögnum í Foshrot Files. „Það er örygglega þekking innan fyrirtækisins til að koma gögnunum með þessum hætti til okkar því þetta er ekki flóknara en að hlaða myndbandsupptöku á youtube,“ segir Kristinn, þá væntanlega með vísan í upptöku sem birtist af samtali Jóhannesar og fyrrverandi eiginkonu hans sem fram kom í síðustu viku. Bréf Kristins í heild sinni Opið bréf til Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja Sæll Björgólfur Athygli mín var vakin á bréfi sem þú sendir starfsmönnum Samherja og birtist á vef fyrirtækisins 5. desember s.l. Þar gerir þú að umtalsefni að Jóhannes Stefánsson hafi ekki afhent WikiLeaks nema hluta af tölvupóstum sínum úr vinnutölvu sem hann hafði. Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman. Þá strax var gefið út að WikiLeaks ætti eftir að birta fleiri gögn. Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk. Í þeim gögnum sem enn eru óbirt eru einnig upplýsingar um rekstrarþætti sem teljast ekki óeðlilegir svo sem viðskipti við birgja, söluaðila ogsvfrv. Það er erfitt að lesa orðsendingu þína til starfsmanna öðruvísi en sem hvatningu til WikiLeaks að birta öll þau gögn sem óbirt eru. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir afdráttarlausan stuðning og heimild núverandi og fyrrverandi starfsmanna svo og viðskiptamanna Samherja til að leggja fram slíka hvatningu eða beiðni. Þú lætur mig kannski vita afdráttarlaust hvort sú er raunin. Eins er gert tortryggilegt að það vanti tímabil í tölvupósta Jóhannesar. Það er alveg mögulegt að einhverjir póstar hafi ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma. Úr þessu má að sjálfsögðu bæta með því að Samherji láti okkur hafa alla þá pósta sem stafa frá og til vinnunetfangs Jóhannesar. Með því má bera saman gögnin og bæta svo þeim gögnum inn sem kunna að vanta í gagnagrunn Fishrot Files (Samherjaskjölin) þar sem þau verða þá greinanleg í leitarvél. Þetta er þjónusta sem sjálfsagt er að veita fyrirtækinu og almenningi öllum, en vitaskuld með sömu formerkjum og að ofan greinir. Hægt er að koma þessum gögnum til mín á USB lykli eða hreinlega með því að hlaða þeim niður á wikileaks.org/#submit. Það er örygglega þekking innan fyrirtækisins til að koma gögnunum með þessum hætti til okkar því þetta er ekki flóknara en að hlaða myndbandsupptöku á youtube. M.kv. Kristinn Hrafnsson Ritstjóri WikiLeaks Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur skrifað Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, opið bréf þar sem hann segir ekkert mál að birta meira efni úr pósthólfi uppljóstrarans, en hann verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur. (Sjá má bréf Kristins í heild inni hér að neðan.) „Sæll Björgólfur Athygli mín var vakin á bréfi sem þú sendir starfsmönnum Samherja og birtist á vef fyrirtækisins 5. desember s.l. Þar gerir þú að umtalsefni að Jóhannes Stefánsson hafi ekki afhent WikiLeaks nema hluta af tölvupóstum sínum úr vinnutölvu sem hann hafði. Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman,“ segir Kristinn í upphafi síns bréfs. Björgólfur verður að gefa grænt ljós sjálfur Hann segist hafa tekið ákvörðun um að sigta út úr tölvupóstum og gögnum sem hann taldi óþarft að birta því þar væri um að ræða persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hann segir að það hafi verið vegna tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem Kristinn telur víst að séu upp til hópa sómafólk. „Það er erfitt að lesa orðsendingu þína til starfsmanna öðruvísi en sem hvatningu til WikiLeaks að birta öll þau gögn sem óbirt eru. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir afdráttarlausan stuðning og heimild núverandi og fyrrverandi starfsmanna svo og viðskiptamanna Samherja til að leggja fram slíka hvatningu eða beiðni. Þú lætur mig kannski vita afdráttarlaust hvort sú er raunin.“ Gefur til kynna að Samherji hafi leikið upptöku af símtali Jóhannesar Bréf Kristins er kumpánlegt og háðslegt í senn en þar segir að einnig sé það gert tortryggilegt að það vanti tímabil í tölvupósta Jóhannesar. „Það er alveg mögulegt að einhverjir póstar hafi ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma.“ Kristinn skorar á Björgólf að senda sér slíka pósta sem megi þá koma fyrir með öðrum gögnum í Foshrot Files. „Það er örygglega þekking innan fyrirtækisins til að koma gögnunum með þessum hætti til okkar því þetta er ekki flóknara en að hlaða myndbandsupptöku á youtube,“ segir Kristinn, þá væntanlega með vísan í upptöku sem birtist af samtali Jóhannesar og fyrrverandi eiginkonu hans sem fram kom í síðustu viku. Bréf Kristins í heild sinni Opið bréf til Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja Sæll Björgólfur Athygli mín var vakin á bréfi sem þú sendir starfsmönnum Samherja og birtist á vef fyrirtækisins 5. desember s.l. Þar gerir þú að umtalsefni að Jóhannes Stefánsson hafi ekki afhent WikiLeaks nema hluta af tölvupóstum sínum úr vinnutölvu sem hann hafði. Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman. Þá strax var gefið út að WikiLeaks ætti eftir að birta fleiri gögn. Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk. Í þeim gögnum sem enn eru óbirt eru einnig upplýsingar um rekstrarþætti sem teljast ekki óeðlilegir svo sem viðskipti við birgja, söluaðila ogsvfrv. Það er erfitt að lesa orðsendingu þína til starfsmanna öðruvísi en sem hvatningu til WikiLeaks að birta öll þau gögn sem óbirt eru. Það er raunar ekkert því til fyrirstöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir afdráttarlausan stuðning og heimild núverandi og fyrrverandi starfsmanna svo og viðskiptamanna Samherja til að leggja fram slíka hvatningu eða beiðni. Þú lætur mig kannski vita afdráttarlaust hvort sú er raunin. Eins er gert tortryggilegt að það vanti tímabil í tölvupósta Jóhannesar. Það er alveg mögulegt að einhverjir póstar hafi ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma. Úr þessu má að sjálfsögðu bæta með því að Samherji láti okkur hafa alla þá pósta sem stafa frá og til vinnunetfangs Jóhannesar. Með því má bera saman gögnin og bæta svo þeim gögnum inn sem kunna að vanta í gagnagrunn Fishrot Files (Samherjaskjölin) þar sem þau verða þá greinanleg í leitarvél. Þetta er þjónusta sem sjálfsagt er að veita fyrirtækinu og almenningi öllum, en vitaskuld með sömu formerkjum og að ofan greinir. Hægt er að koma þessum gögnum til mín á USB lykli eða hreinlega með því að hlaða þeim niður á wikileaks.org/#submit. Það er örygglega þekking innan fyrirtækisins til að koma gögnunum með þessum hætti til okkar því þetta er ekki flóknara en að hlaða myndbandsupptöku á youtube. M.kv. Kristinn Hrafnsson Ritstjóri WikiLeaks
Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45
Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52
Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55
Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01
Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26