Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Kristinn uppskorið eins og hann hefur sáð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Eftir slaka byrjun á tímabilinu hefur Njarðvík unnið fimm leiki í röð í Domino's deild karla.

Einn þeirra sem hafa leikið vel að undanförnu er Kristinn Pálsson. Í sigrinum á Fjölni, 81-88, á fimmtudaginn skoraði hann 18 stig.

„Drengurinn er ofboðslega hæfileikaríkur. Hann fann sig ekki í fyrra en tók sig á í sumar, lyfti og æfði,“ sagði Fannar Ólafsson í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn.

„Hann lagði heilmikla vinnu á sig í sumar. Honum fannst erfitt að ná ekki lengra en hann gerði í fyrra. Hann langaði að gera betur, æfði vel og er að uppskera. Aðrir ungir leikmenn þurfa að taka eftir þessu.“

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru einnig fögrum orðum um leikstjórnandann Chaz Williams. Njarðvík hefur ekki tapað deildarleik síðan hann kom til liðsins.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×