Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir velur úr þeim þremur umsækjendum sem dómnefndin mat hæfasta. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara. Dómstólar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara.
Dómstólar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira