Stormur í vatnsglasi og „á einhverjum misskilningi byggt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 11:17 Jólaþorpshestarnir á ferðinni nú á aðventunni. Facebook/Hafnarfjarðarbær Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir deilur um hestvagnaferðir í jólaþorpi Hafnarfjarðar, sem komu upp um helgina, byggðar á ákveðnum misskilningi. Bænum hafi borið skylda til að taka athugasemdirnar til umfjöllunar og takmörkun á ferðunum á laugardag hafi verið til málamiðlunar. Ferðirnar hafa síðan verið, og verða áfram, með hefðbundnu sniði nú á aðventunni – en fjarlægari framtíð er þó óskrifað blað. Svívirðingar, hatur og hótanir Hestakonan Bettina Wunsch hefur boðið upp á hestvagnaferðir í jólaþorpinu um árabil. Um helgina var greint frá því að takmarkanir hefðu verið sett á ferðir Bettinu í þorpinu vegna athugasemda frá Vegan-búðinni. Vegan-búðin stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, hvar hestarnir fara um með vagnana. Miklar deilur spruttu í kjölfarið upp um málið, einkum inni á Facebook-hópnum Vegan Íslandi. Þá sendu aðstandendur Vegan-búðarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um takmarkanir á hestvagnaferðunum væri alfarið bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Verslunin gekkst þó vissulega við því að hafa komið á framfæri athugasemdum vegna hestanna, eftir „fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum“. „Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu Vegan-búðarinnar. Rétt er að nefna að áætlun hestvagnanna var aðeins breytt á laugardag og hún stytt frá því sem áður hafði verið. Ferðirnar voru aftur farnar samkvæmt hefðbundinni áætlun í gær, sunnudag, og verða áfram með sama hætti út aðventuna. Sættu ólík sjónarmið á laugardaginn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ræddi málið frá sjónarhóli bæjaryfirvalda í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að það hafi verið skylda bæjarins að bregðast við athugasemdum Vegan-búðarinnar. „Við fengum fyrir nokkrum dögum, bæjaryfirvöld, mjög alvarlegar athugasemdir vegna þessa máls, um starfsemi í kringum þessa hestvagna og að veganistar gerðu alvarlegar athugasemdir við að bærinn væri að leyfa þetta í kringum jólaþorpið. Okkar skylda, miðað við eðli málsins og miðað við hversu alvarlegar athugasemdirnar voru, þá ber okkur auðvitað skylda til að ræða við hlutaðeigandi og fara yfir málin." Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir Málið hafi svo verið rætt síðasta föstudag – og fjaðrafokið í kjölfarið hafi komið nokkuð á óvart. „Og það varð úr, til að sætta ólík sjónarmið, að daginn eftir myndi vagninn aka í skemmri tíma en verið hafði. […] Þetta varð einhver umræða á samfélagsmiðlum sem kom held ég öllum dálítið á óvart miðað við samtölin sem áttu sér stað síðdegis á föstudeginum.“ Öll leyfi á hreinu Þá er málið aftur á dagskrá í bæjarráði næsta fimmtudag, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég held þetta sé nú allt dálítill stormur í vatnsglasi og líka á einverjum misskilningi byggt,“ sagði Rósa.En í hverju fólust athugasemdirnar?„Það er verið að gera athugasemdir við það að það sé verið að nota dýrin í þessum tilgangi og aðbúnað á staðnum. En ég vek athygli á því að viðkomandi aðili sem á þessa hesta og stendur fyrir þessu er með öll tilskilin leyfi til að vera þarna í jólaþorpinu og það er það sem við þurfum að horfa á. Það eru alls konar tilfinningar og alls konar skoðanir í gangi um ýmis mál í samfélaginu öllu en við sem bæjaryfirvöld þurfum að horfa til þess að þarna eru öll leyfi á hreinu og við treystum viðkomandi aðila sem er að gera þetta fimmta árið í röð til að hugsa vel um dýrin sín og geta metið það sjálf hvað er dýrunum fyrir bestu og það hefur verið mjög mikil ánægja með þetta í gegnum árin,“ sagði Rósa. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.Mynd/Lalli Kalli Framtíðin óskrifað blað Innt eftir því hvort til standi að endurskoða fyrirkomulagið með hestana, og jafnvel hætta alveg með þá, sagði Rósa að framtíðin væri óráðin. „Þetta er fimmta árið í röð sem við erum með þetta, bærinn. Og eins og ég segi erum við alltaf að skoða nýjungar og breytingar í jólaþorpinu og það er tekin ákvörðun á hverju ári fyrir sig hvað er boðið upp á, hvaða skemmtiatriði. Það er alltaf verið að bæta og betra jólaþorpið, það hefur aldrei verið fallegra en í ár og ákaflega góð stemning og mjög vel sótt,“ sagði Rósa. „Framtíðin mun skera úr um það. Núna eru aðstæður þannig að hestarnir eru á grænum bletti þarna við Strandgötuna þar sem þeir eru hafðir á milli ferðanna. Það er blettur sem verður byggt á í framtíðinni þannig að framtíðin er óskrifað blað.“Viðtalið við Rósu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Dýr Hafnarfjörður Jól Vegan Tengdar fréttir Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir deilur um hestvagnaferðir í jólaþorpi Hafnarfjarðar, sem komu upp um helgina, byggðar á ákveðnum misskilningi. Bænum hafi borið skylda til að taka athugasemdirnar til umfjöllunar og takmörkun á ferðunum á laugardag hafi verið til málamiðlunar. Ferðirnar hafa síðan verið, og verða áfram, með hefðbundnu sniði nú á aðventunni – en fjarlægari framtíð er þó óskrifað blað. Svívirðingar, hatur og hótanir Hestakonan Bettina Wunsch hefur boðið upp á hestvagnaferðir í jólaþorpinu um árabil. Um helgina var greint frá því að takmarkanir hefðu verið sett á ferðir Bettinu í þorpinu vegna athugasemda frá Vegan-búðinni. Vegan-búðin stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, hvar hestarnir fara um með vagnana. Miklar deilur spruttu í kjölfarið upp um málið, einkum inni á Facebook-hópnum Vegan Íslandi. Þá sendu aðstandendur Vegan-búðarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um takmarkanir á hestvagnaferðunum væri alfarið bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Verslunin gekkst þó vissulega við því að hafa komið á framfæri athugasemdum vegna hestanna, eftir „fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum“. „Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu Vegan-búðarinnar. Rétt er að nefna að áætlun hestvagnanna var aðeins breytt á laugardag og hún stytt frá því sem áður hafði verið. Ferðirnar voru aftur farnar samkvæmt hefðbundinni áætlun í gær, sunnudag, og verða áfram með sama hætti út aðventuna. Sættu ólík sjónarmið á laugardaginn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ræddi málið frá sjónarhóli bæjaryfirvalda í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að það hafi verið skylda bæjarins að bregðast við athugasemdum Vegan-búðarinnar. „Við fengum fyrir nokkrum dögum, bæjaryfirvöld, mjög alvarlegar athugasemdir vegna þessa máls, um starfsemi í kringum þessa hestvagna og að veganistar gerðu alvarlegar athugasemdir við að bærinn væri að leyfa þetta í kringum jólaþorpið. Okkar skylda, miðað við eðli málsins og miðað við hversu alvarlegar athugasemdirnar voru, þá ber okkur auðvitað skylda til að ræða við hlutaðeigandi og fara yfir málin." Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir Málið hafi svo verið rætt síðasta föstudag – og fjaðrafokið í kjölfarið hafi komið nokkuð á óvart. „Og það varð úr, til að sætta ólík sjónarmið, að daginn eftir myndi vagninn aka í skemmri tíma en verið hafði. […] Þetta varð einhver umræða á samfélagsmiðlum sem kom held ég öllum dálítið á óvart miðað við samtölin sem áttu sér stað síðdegis á föstudeginum.“ Öll leyfi á hreinu Þá er málið aftur á dagskrá í bæjarráði næsta fimmtudag, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég held þetta sé nú allt dálítill stormur í vatnsglasi og líka á einverjum misskilningi byggt,“ sagði Rósa.En í hverju fólust athugasemdirnar?„Það er verið að gera athugasemdir við það að það sé verið að nota dýrin í þessum tilgangi og aðbúnað á staðnum. En ég vek athygli á því að viðkomandi aðili sem á þessa hesta og stendur fyrir þessu er með öll tilskilin leyfi til að vera þarna í jólaþorpinu og það er það sem við þurfum að horfa á. Það eru alls konar tilfinningar og alls konar skoðanir í gangi um ýmis mál í samfélaginu öllu en við sem bæjaryfirvöld þurfum að horfa til þess að þarna eru öll leyfi á hreinu og við treystum viðkomandi aðila sem er að gera þetta fimmta árið í röð til að hugsa vel um dýrin sín og geta metið það sjálf hvað er dýrunum fyrir bestu og það hefur verið mjög mikil ánægja með þetta í gegnum árin,“ sagði Rósa. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.Mynd/Lalli Kalli Framtíðin óskrifað blað Innt eftir því hvort til standi að endurskoða fyrirkomulagið með hestana, og jafnvel hætta alveg með þá, sagði Rósa að framtíðin væri óráðin. „Þetta er fimmta árið í röð sem við erum með þetta, bærinn. Og eins og ég segi erum við alltaf að skoða nýjungar og breytingar í jólaþorpinu og það er tekin ákvörðun á hverju ári fyrir sig hvað er boðið upp á, hvaða skemmtiatriði. Það er alltaf verið að bæta og betra jólaþorpið, það hefur aldrei verið fallegra en í ár og ákaflega góð stemning og mjög vel sótt,“ sagði Rósa. „Framtíðin mun skera úr um það. Núna eru aðstæður þannig að hestarnir eru á grænum bletti þarna við Strandgötuna þar sem þeir eru hafðir á milli ferðanna. Það er blettur sem verður byggt á í framtíðinni þannig að framtíðin er óskrifað blað.“Viðtalið við Rósu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hafnarfjörður Jól Vegan Tengdar fréttir Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00
Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02