Segir Hauk betri en Óli Stef, Aron og Kristján voru á hans aldri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 14:00 Haukur er marka- og stoðsendingahæstur í Olís-deild karla á tímabilinu. vísir/daníel Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, segist ekki hafa séð betri 18 ára handboltamann á Íslandi en Hauk Þrastarson. Gaupi hefur fylgst með handboltanum í marga áratugi, var lengi liðsstjóri karlalandsliðsins og hefur starfað sem íþróttafréttamaður í aldarfjórðung. Fáir hafa því betri yfirsýn yfir handboltann en hann. „Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir, Óli, Axel, Alfreð, Aron, Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi á Twitter í gær, eftir leik Selfoss og Vals. Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir,Óli ,Axel,Alfreð,Aron,Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 15, 2019 Selfyssingar töpuðu, 31-33, en Haukur átti frábæran leik. Hann skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð hluta leiksins. Að mati Gaupa stendur Haukur framar Geir Hallsteinssyni, Ólafi Stefánssyni, Axel Axelssyni, Alfreð Gíslasyni, Aroni Pálmarssyni, Kristjáni Arasyni og öllum öðrum íslenskum handboltamönnum þegar þeir voru á hans aldri. Haukur er á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Selfossi. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið valinn besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar tvö ár í röð. Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Hann hefur skorað 109 mörk og gefið 80 stoðsendingar í 14 leikjum. Eftir tímabilið heldur Haukur til Kielce. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska stórlilið. Haukur lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára og lék tvo leiki á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Hann er í 19 manna æfingahópi Íslands fyrir EM 2020. Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11 Mest lesið Leik lokið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, segist ekki hafa séð betri 18 ára handboltamann á Íslandi en Hauk Þrastarson. Gaupi hefur fylgst með handboltanum í marga áratugi, var lengi liðsstjóri karlalandsliðsins og hefur starfað sem íþróttafréttamaður í aldarfjórðung. Fáir hafa því betri yfirsýn yfir handboltann en hann. „Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir, Óli, Axel, Alfreð, Aron, Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi á Twitter í gær, eftir leik Selfoss og Vals. Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir,Óli ,Axel,Alfreð,Aron,Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 15, 2019 Selfyssingar töpuðu, 31-33, en Haukur átti frábæran leik. Hann skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð hluta leiksins. Að mati Gaupa stendur Haukur framar Geir Hallsteinssyni, Ólafi Stefánssyni, Axel Axelssyni, Alfreð Gíslasyni, Aroni Pálmarssyni, Kristjáni Arasyni og öllum öðrum íslenskum handboltamönnum þegar þeir voru á hans aldri. Haukur er á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Selfossi. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið valinn besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar tvö ár í röð. Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Hann hefur skorað 109 mörk og gefið 80 stoðsendingar í 14 leikjum. Eftir tímabilið heldur Haukur til Kielce. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska stórlilið. Haukur lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára og lék tvo leiki á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Hann er í 19 manna æfingahópi Íslands fyrir EM 2020.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11 Mest lesið Leik lokið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Sjá meira
Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11