Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 23:00 Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Egill Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00
„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00