Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 23:00 Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Egill Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Klukkan tíu í kvöld var síðast tilkynnt um að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita uppruna bilunarinnar. Einnig var tilkynnt um rafmagnstruflanir í Reykjadal í Þingeyjarsýslu á áttunda tímanum í kvöld og er þar leitað að bilun. Hluti Reykjadals er því án rafmagns. Nýjar truflanir einnig vegna óveðursins Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er talið að bilunin tengist veðurofsanum á þriðjudag og miðvikudag, og um sé að ræða skemmdir á kerfinu sem sé fyrst farið að bera á núna. Unnið er að því að einangra vandann og meta hvort að það verði hægt að gera við bilunina með tiltölulega skjótum hætti eða að leggjast þurfi í veigamiklar aðgerðir á morgun. Samkvæmt svæðisvakt er nú einnig rafmagnslaust í Hjaltadal austan við Blönduós. Í nótt má sömuleiðis reikna með rafmagnstruflunum á Hvammstanga, Vatnsnesi, í Vesturhópi og Fitjárdal þegar svæðið verður aftur tengt við aðveitustöð Hrútatungu. Landsnet greinir frá því að tengivirkið við Hrútártungu hafi leyst út nokkrum sinnum í dag vegna seltu og ísingar. Var umrætt svæði því tímabundið rekið frá aðveitustöð Laxárvatni við Blönduós á meðan hreinsun stóð. Rafmagnslaust frá því á þriðjudag Enn er unnið að viðgerðum á Skagalínu og hefur verið rafmagnslaust á Melrakkasléttu og á Skaga norðan við Sauðárkrók frá því á þriðjudag. Má reikna með því að það svæði verði ekki komið í samt horf fyrr en næsta þriðjudag ef allt gengur eftir. Einnig er hluti Dalvíkur enn keyrður á díselstöðvum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu RARIK vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Vinna við lagfæringar á henni gekk vel í dag og á þar eftir að reisa átta staura samkvæmt Landsneti. Áætlað er að viðgerð á línunni verði lokið á miðvikudaginn. Landsnet vinnur einnig að viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 og má reikna með því að henni ljúki á þriðjudag. Áætlað er að viðgerðir á hluta Kópaskerslínu 1 hefjist á morgun á meðan beðið verður með viðgerð á Laxárlínu 1.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00 „Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03
Telur það heppni að öryggi og lífi sjúklinga hafi ekki verið stefnt í hættu Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2. 15. desember 2019 19:00
„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. 15. desember 2019 19:00
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00