Landsréttardómari fjallaði um emoji í sératkvæði Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 10:23 Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Vísir/Vilhelm Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu. Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22