Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 23:16 Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal. Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal.
Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira