Fótbolti

Hættur sem þjálfari Arnórs daginn eftir að hafa komið liðinu á­fram í Evrópu­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Uwe með þumalinn á lofti eftir sigurinn í gær.
Uwe með þumalinn á lofti eftir sigurinn í gær. vísir/getty

Uwe Rösler er ekki lengur þjálfari Malmö FF en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun.

Malmö komst í gær í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í FCK en Arnór Ingvi Traustason átti stóran þátt í sigurmarki Malmö.

Hinn þýski Rösler hefur verið stjóri Malmö síðan í júní 2018 en þar áður hefur han þjálfað meðal annrs hjá Leeds United, Wigan og Fleetwood Town.







Malmö missti af sænska meistaratitlinum í ár en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar með 65 stig. Stigi á eftir toppliði Djurgården.

Á heimasíðu Malmö segir að forráðamenn félagsins og Uwe hafi ekki veirð sammála um í hvaða átt félagið ætti að fara og því hafi viðskilnaðurinn verið niðurstaðan.

Það sé þó allt gert í sátt og samlyndi en leit er hafinn að nýjum þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×