Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 15:37 Innan í dönsku herflugvélinni sem ferjar fólkið norður í land. @hjalparsveitskataikopavogi Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira