Sóknarfæri í ferðaþjónustu Sigurður Valur Sigurðsson skrifar 11. desember 2019 12:00 Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem erlendum gestum og flugferðum til og frá landinu fækkar skiptir máli að hámarka virði allra þeirra sem sækja landið heim. Að horfa til þess að fjölga þeim ferðamönnum sem kallast „betur borgandi gestir“ er mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og grundvöllur þess að ná jafnvægi í henni eftir öfgakennt vaxtarskeið. Alþjóðabankinn birti nýverið spá um viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi og spáir vexti á þessu sviði sem er tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en á heimsvísu næstu 10 árin. Þeir gestir sem flokkast undir viðskiptaferðamenn eru þeir sem koma til landsins til að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og sýningum. Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma. Stefnurammi ríkisstjórnarinnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er „Arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð“. Það að byggja betur undir viðskiptaferðaþjónustu, nú þegar áætlaður vöxtur er innan þeirrar greinar, er gott tækifæri til að styðja við þá stefnu því þeir ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert. Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur frá árinu 2012 haft það hlutverk að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og markaðssetja Reykjavík og Ísland fyrir viðskiptaferðamenn með áherslur á ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði og hefur vöxturinn frá því að verkefnið fór af stað verið að jafnaði 18,8% milli ára skv. greiningu Alþjóðabankans. Á þessum árum höfum við byggt upp einstakt tengslanet og notið sívaxandi ávinnings af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Fram undan eru tækifæri, t.d. með uppbyggingu fyrsta 5 stjörnu hótelsins á Íslandi, Marriott, við Hörpuna, Iceland Parliament Hotel við Austurvöll auk fjölda áhugaverða uppbyggingaverkefna víða um land. Það er því er mikilvægt að við aukum enn sókn okkar á þessum vettvangi. Við getum nýtt þá þekkingu og tengslanetið sem búið er að byggja upp til þess að stækka þennan hóp ferðamanna enn frekar. Með þessu fylgjum við fast eftir stefnu ríkisstjórnarinnar með því að byggja undir betur borgandi gesti á Íslandi, viðskiptaferðamenn nýta innviði okkar með mun ábyrgari hætti en aðrar tegundir ferðamanna og því líklegri til að að vera í sátt við land og þjóð.Höfundur er markaðsstjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem erlendum gestum og flugferðum til og frá landinu fækkar skiptir máli að hámarka virði allra þeirra sem sækja landið heim. Að horfa til þess að fjölga þeim ferðamönnum sem kallast „betur borgandi gestir“ er mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og grundvöllur þess að ná jafnvægi í henni eftir öfgakennt vaxtarskeið. Alþjóðabankinn birti nýverið spá um viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi og spáir vexti á þessu sviði sem er tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en á heimsvísu næstu 10 árin. Þeir gestir sem flokkast undir viðskiptaferðamenn eru þeir sem koma til landsins til að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og sýningum. Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma. Stefnurammi ríkisstjórnarinnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er „Arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð“. Það að byggja betur undir viðskiptaferðaþjónustu, nú þegar áætlaður vöxtur er innan þeirrar greinar, er gott tækifæri til að styðja við þá stefnu því þeir ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert. Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur frá árinu 2012 haft það hlutverk að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og markaðssetja Reykjavík og Ísland fyrir viðskiptaferðamenn með áherslur á ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði og hefur vöxturinn frá því að verkefnið fór af stað verið að jafnaði 18,8% milli ára skv. greiningu Alþjóðabankans. Á þessum árum höfum við byggt upp einstakt tengslanet og notið sívaxandi ávinnings af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Fram undan eru tækifæri, t.d. með uppbyggingu fyrsta 5 stjörnu hótelsins á Íslandi, Marriott, við Hörpuna, Iceland Parliament Hotel við Austurvöll auk fjölda áhugaverða uppbyggingaverkefna víða um land. Það er því er mikilvægt að við aukum enn sókn okkar á þessum vettvangi. Við getum nýtt þá þekkingu og tengslanetið sem búið er að byggja upp til þess að stækka þennan hóp ferðamanna enn frekar. Með þessu fylgjum við fast eftir stefnu ríkisstjórnarinnar með því að byggja undir betur borgandi gesti á Íslandi, viðskiptaferðamenn nýta innviði okkar með mun ábyrgari hætti en aðrar tegundir ferðamanna og því líklegri til að að vera í sátt við land og þjóð.Höfundur er markaðsstjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík).
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar