Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 08:53 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53
Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26
Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30