Golf

Reed: Ég er enginn svindlari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reed og Tiger í Ástralíu.
Reed og Tiger í Ástralíu. vísir/getty

Dramatíkin fyrir Forsetabikarinn í golfi er formlega hafin en nokkuð fast hefur verið sótt að Bandaríkjamanninum eftir að hann braut reglur síðasta föstudag.

Þá var Reed að keppa á Hero World Challenge og hreyfði við sandi í glompu í æfingasveiflunni sinni. Brot sem refsað er fyrir með tveimur höggum.

Einhverjir hafa viljað kalla svindlara og óska eftir því að grannt verði fylgst með Reed í Forsetabikarnum. Hann kann því illa.

„Ég var ekki að reyna að laga leguna. Ef maður brýtur reglurnar óviljandi þá er maður ekki svindlari,“ sagði Reed frekar pirraður.

Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og segir að þessi uppákoma sé stormur í vatnsglasi.

„Hann er frábær strákur og við ræddum þetta mál í fluginu hingað. Það var ekki langt spjall og það er enginn í okkar liði að velta sér upp úr þessu,“ sagði Tiger.

Mótið hefst í Ástralíu aðra nótt og verður mótið í beinni á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×