Áramótaheit óvissunnar Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2019 09:00 Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rómur Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun