Jarðhæringar á Hvítu eyju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 03:44 Hvíta Eyja gaus á mánudag og eru minnst sex látnir. epa/ AUCKLAND RESCUE HELICOPTER TRUST Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Fjallið, sem er einnig þekkt sem Whakaari, gaus á mánudag þegar tugir ferðamanna voru á eyjunni. Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist, átta er enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Enn eru tuttugu og fimm á sjúkrahúsi með alvarlegra áverka. Yfirvöld vonuðust til þess að hægt væri að endurheimta lík þeirra sem talin eru látin á eyjunni á miðvikudag. „Ég hef rætt við marga þeirra sem taka þátt í aðgerðunum og þeir bíða óþreyjufullir eftir að komast aftur á eyjuna, þeir vilja flytja ástvini fólks aftur heim,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í samtali við fréttamenn. Lögregluyfirvöld segja þó að jarðhræringar á svæðinu geri viðbragðsaðilum það ókleift að fara aftur á eyjuna. „Síðan um klukkan fjögur í morgun hafa jarðhræringar færst verulega í aukana á eyjunni,“ sagði jarðfræðimiðstöðin GeoNet í tilkynningu á miðvikudagsmorgunn. „Aðstæður eru ótraustar á eyjunni. Enn er líklegt að eyjan gjósi aftur næsta sólarhringinn.“ Lögreglumálaráðherrann Stuart Nash sagði að einnig væru eitraðar gufur á eyjunni sem kæmu frá gígnum og að eyjan væri sveipuð sýrumikilli ösku. Engin ummerki hafa sést um líf á eyjunni í eftirlitsflugum og yfirvöld telja að enginn þeirra átta sem urðu eftir á eyjunni sé á lífi. Minnst fjörutíu og sjö ferðamenn frá öllum heims hornum voru á Hvítu eyju þegar hún gaus. Lögreglan hefur einnig greint frá því að af þeim þrjátíu sem slösuðust séu tuttugu og fimm enn í lífshættu. Hinir fimm sem særðust eru illa særðir en ekki lengur í lífshættu. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Fjallið, sem er einnig þekkt sem Whakaari, gaus á mánudag þegar tugir ferðamanna voru á eyjunni. Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist, átta er enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Enn eru tuttugu og fimm á sjúkrahúsi með alvarlegra áverka. Yfirvöld vonuðust til þess að hægt væri að endurheimta lík þeirra sem talin eru látin á eyjunni á miðvikudag. „Ég hef rætt við marga þeirra sem taka þátt í aðgerðunum og þeir bíða óþreyjufullir eftir að komast aftur á eyjuna, þeir vilja flytja ástvini fólks aftur heim,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í samtali við fréttamenn. Lögregluyfirvöld segja þó að jarðhræringar á svæðinu geri viðbragðsaðilum það ókleift að fara aftur á eyjuna. „Síðan um klukkan fjögur í morgun hafa jarðhræringar færst verulega í aukana á eyjunni,“ sagði jarðfræðimiðstöðin GeoNet í tilkynningu á miðvikudagsmorgunn. „Aðstæður eru ótraustar á eyjunni. Enn er líklegt að eyjan gjósi aftur næsta sólarhringinn.“ Lögreglumálaráðherrann Stuart Nash sagði að einnig væru eitraðar gufur á eyjunni sem kæmu frá gígnum og að eyjan væri sveipuð sýrumikilli ösku. Engin ummerki hafa sést um líf á eyjunni í eftirlitsflugum og yfirvöld telja að enginn þeirra átta sem urðu eftir á eyjunni sé á lífi. Minnst fjörutíu og sjö ferðamenn frá öllum heims hornum voru á Hvítu eyju þegar hún gaus. Lögreglan hefur einnig greint frá því að af þeim þrjátíu sem slösuðust séu tuttugu og fimm enn í lífshættu. Hinir fimm sem særðust eru illa særðir en ekki lengur í lífshættu.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33