Björgunarsveitarfólk tilbúið að taka á móti mesta skellinum í veðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 16:55 Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga skilti við Bryggjuna brugghús úti á Granda. vísir/sigurjón Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15