Byrlað af maka sínum eða neyddar til þátttöku í hópkynlífi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 19:30 Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg. Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira