Engin flugeldasala á Laugarvatni fyrir áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2019 12:15 Grímur Kristinsson frá Ketilvöllum í Laugardal í Bláskógabyggð er formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur
Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira