Körfubolti

Brown og Tatum með samtals 64 stig í fimmta sigri Boston í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brown fór fyrir Boston í sigrinum á Cleveland.
Brown fór fyrir Boston í sigrinum á Cleveland. vísir/getty

Boston Celtics er í góðum gír um þessar mundir. Liðið vann sinn fimmta leik í röð þegar það bar sigurorð af Cleveland Cavaliers, 129-117.

Jaylen Brown skoraði 34 stig fyrir Boston. Hann hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í NBA-deildinni á ferlinum. Jayson Tatum skoraði 30 stig. Boston er í 2. sæti Austurdeildarinnar.



Fimm aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Goran Dragic tryggði Miami Heat sigur á Indiana Pacers, 113-112. Slóveninn skoraði sigurkörfuna þegar tæpar sjö sekúndur voru til leiksloka.

Miami er með besta heimavallarárangurinn í deildinni; 14 sigra og aðeins eitt tap. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 20 stig. Fjórtán þeirra komu af vítalínunni.



Giannis Antetokounmpo hvíldi hjá Milwaukee Bucks sem sigraði Atlanta Hawks, 86-112. Milwaukee er með besta árangurinn í deildinni; 28 sigra og fimm töp.

Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Ersan Ilyasova var með 18 stig og 14 fráköst.



Golden State Warriors vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið lagði Phoenix Suns að velli, 105-96.

D'Angelo Russell var stigahæstur í liði Golden State með 31 stig. Þrátt fyrir gott gengi að undanförnu er liðið enn á botni Vesturdeildarinnar.



Úrslitin í nótt:

Boston 129-117 Cleveland

Miami 113-112 Indiana

Atlanta 86-112 Milwaukee

Golden State 105-96 Phoenix

Charlotte 102-104 Oklahoma

Orlando 98-97 Philadelphia

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×