Spjallþættir Ellen DeGeneres hafa verið í loftinu síðan 2003 og njóta þeir mikilla vinsælda.
Framleiddir hafa verið yfir þrjú þúsund þættir á þeim tíma og fær Ellen ávallt stærstu stjörnur heims.
Á YouTube-síðunni The Talko er búið að taka saman tuttugu strangar reglur sem allir gestir þurfa að fara eftir til að fá að vera í salnum. Hvort sem það eru gestir sem hún er að fá í viðtal eða þeir sem eru áhorfendur í sal.
Hér að neðan má sjá nokkur athyglisverð dæmi en í myndbandinu neðst í greininni er farið yfir þær allar.
- Sömu öryggisreglur og á flugvöllum eiga við í myndveri Ellen. Það sem maður kemur ekki í gegnum öryggishliðið á flugvelli kemur maður ekki í gegn hjá Ellen.
- Það er bannað að taka myndir og myndbönd inni hjá Ellen. Það er bannað að taka myndavél inn í húsnæðið og einnig er nauðsynlegt að slökkva á símanum.
- Nauðsynlegt er að fylgja ákveðnari reglu þegar kemur að klæðaburði. Bannað er að klæðast svörtu og hvítu og vilja framleiðendur að gestir séu heldur í fatnaði í fallegum litum. Einnig er bannað að klæðast fatnaði sem er með áberandi merki fataframleiðandans.
- Ellen tekur ekki myndir með aðdáendum, hún gefur þeim ekki eiginhandaráritun og faðmar enga.
- Bannað er að koma með drykki og mat með sér í myndverið.
- Frægir komast ávallt baksviðs en það þýðir ekki að þeir fái að hitta Ellen persónulega og ræða ítarlega við hana. Sumir þekktir einstaklingar hafa talað um að Ellen sé í raun nokkuð köld baksviðs og gefi lítið af sér.
- Allir gestir þáttarins verða að dansa þegar það á við. Það er regla en þættirnir eru einmitt þekktir fyrir mikinn dans.
- Þekktir einstaklingar mega ekki koma með börnin sín þegar þeir mæta í viðtal. Það fer reyndar eftir því hvort um sé að ræða Jón eða séra Jón. Þeir allra frægustu geta komið með börnin sín baksviðs.
- Frægir verða að segja sannleikann og Ellen hikar ekki við að benda á þegar þeir virðast ekki vera segja allan sannleikann.
Tuttugu strangar reglur sem gestir hjá Ellen verða fylgja
