Körfubolti

Doncic sneri aftur með stæl

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Doncic sneri aftur með stæl.
Doncic sneri aftur með stæl. vísir/getty

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum á öðrum degi jóla.

Slóvenska undrabarnið Luka Doncic var mættur aftur í byrjunarlið Dallas Mavericks eftir stutt meiðsli og hann fór fyrir sínu liði í fjögurra stiga sigri á San Antonio Spurs, 102-98.

Doncic var stigahæstir leikmaður vallarins með 24 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. DeMar DeRozan var atkvæðamestur í liði Spurs með 21 stig. 

Í Sacramento var mesta dramatíkin þar sem heimamenn þurftu að lokum að lúta í lægra haldi fyrir Minnesota Timberwolves með minnsta mun eftir tvíframlengdan leik, 104-105.

Í New York áttu sér stað óvæntustu úrslitin þar sem Knicks lagði granna sína í Brooklyn Nets að velli á útivelli. Áttundi sigur Knicks á tímabilinu staðreynd en liðið er með næst slakasta árangurinn í deildinni.

Úrslit næturinnar

Brooklyn Nets 82-94 New York Knicks

Detroit Pistons 132-102 Washington Wizards

Oklahoma City Thunder 97-110 Memphis Grizzlies

Dallas Mavericks 102-98 San Antonio Spurs

Sacramento Kings 104-105 Minnesota Timberwolves

Utah Jazz 121-115 Portland Trail Blazers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×