Glæsilegt jólahús á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2019 18:30 Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi. Árborg Jól Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi.
Árborg Jól Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira