Innlent

Kólnar með kvöldinu

Andri Eysteinsson skrifar
Mögulega munu snjókorn falla í höfuðborginni um það leiti sem Íslendingar setjast við hátíðarborðið.
Mögulega munu snjókorn falla í höfuðborginni um það leiti sem Íslendingar setjast við hátíðarborðið. Vísir/Vilhelm

Búast má við björtu Aðfangadagsveðri á norður- og suðausturlandi. Austan til á landinu verður áframhaldandi slydda eða snjókoma en á suðvestur- og vesturlandi verður rigning eða slydda.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að með kvöldinu snúist í vestlæga átt og kólni lítillega á vestanverðu landinu og gæti mögulega snjóað í höfuðborginni og nærliggjandi sveitum.

Á morgun, jóladag, er útlit fyrir bjart en dálítið kaldara verður í flestum landshlutum. Mögulega verði skýjað fram eftir degi við Faxaflóa og við Breiðafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×