Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2019 19:00 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira