Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 10:42 Anna Kristbjörg Jónsdóttir ræðir hér við fréttamann eftir brunann á föstudag. Stöð 2 Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45