Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 20:15 Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“ Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03