Þóttist vera í flogakasti á Lækjartorgi og réðst á konu sem ætlaði að hjálpa honum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2019 07:00 Maðurinn þóttist ítrekað vera í flogakasti í miðbænum, meðal annars við Héraðsdóm Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldis-, fíkniefna- og vopnalagabrot. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni en ákæran var í þremur liðum. Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa laugardag í október 2016 í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur hlaupið á konu og ýtt henni þannig að hún féll í götuna. Hlaut hún tvö brot í vinstri handlegg við fallið. Óskað eftir aðstoð lögreglu Í skýrslu lögreglu kom fram að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu í Hafnarstræti á þriðja tímanum um nóttina vegna manns með skerta meðvitund. Sjúkraflutningsmenn mættu einnig á svæðið og voru komnir á undan lögreglu. Þegar lögregla mætti tjáðu sjúkraflutningsmennirnir henni að karlmaðurinn hefði verið að gera sér upp flogakast. Þá hefði karlmaðurinn hlaupið í burtu þegar honum var synjað um akstur með sjúkrabifreið í fylgd með kærustu sinni. Við frekara eftirlit lögreglu kom í ljós að karlmaðurinn var ítrekað að gera sér upp flogakast í nágrenni við dómhúsið á Lækjartorgi. Þegar vegfarendur ætluðu að koma til aðstoðar virtist ákærði svara því með því að ýta og slá frá sér. Lögreglumenn misstu sjónar af karlmanninum en stuttu síðar var tilkynnt um hann í nágrenninu og að það blæddi úr honum. Þegar lögregla mætti á svæðið reyndist ákærði liggja á jörðinni - að gera sér upp flogakast. Hann virtist koma strax til meðvitundar við afskipti lögreglu og sagði að allt væri í lagi. Lögregla bað karlmanninn um að láta af hegðun sinni og yfirgefa svæðið. Látinn laus eftir samtal við varðstjóra Stuttu síðar þegar lögreglumenn hugðust fara af svæðinu kom vegfarandi til þeirra með upplýsingar um að karlmaðurinn væri að veitast að fólki í nágrenninu. Þegar lögreglumenn nálguðust karlmanninn fyrir utan dómhúsið reyndist hann vera að ýta við fólki. Var hann þá handtekinn og færður á lögreglustöð. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Var hann sjáanlega ölvaður, mjög ör í tali og hreyfingum og sjáöldur hans voru útvíkkuð. Þá virtist hann eiga erfitt með að einbeita sér og gleyma jafnóðum því sem sagt var við hann. Ákærði var látinn laus skömmu síðar eftir samtal við varðstjóra. Nokkrum dögum síðar mætti kona á lögreglustöð og lagði fram kæru vegna líkamsárásar sem lögregla áttaði sig á að passaði við hátterni mannsins umrædda nótt. Haldinn athyglissýki Karlmaðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði verið að skemmta sér með þáverandi kærustu sinni um nóttina. Hann hefði verið að gera sér upp flogaveikisköst til að ná athygli kærustunnar en hann hefði verið haldinn athyglissýki. Hann minntist þess ekki að nokkur hefði rætt við hann um nóttina vegna uppgerðra veikinda. Því síður að hafa hlaupið á konuna né ýtt henni. Hann hefði fyrst fengið að vita af því sjö mánuðum eftir umrædda nótt þegar lögregla boðaði hann í skýrslutöku. Konan lýsti því að hún hefði verið á gangi í miðborginni ásamt fleirum. Þau hefðu gengið fram á mann sem hefði legið á jörðinni í Hafnarstræti og virst vera í flogakasti. Þau hringdu eftir neyðaraðstoð og biðu eftir sjúkrabifreið. Á meðan hefði maðurinn ýmist verið að standa upp eða hrökklast niður og höfðu þau áhyggjur af honum. Lögregla hefði komið á staðinn og þá hefði karlmaðurinn skyndilega risið á fætur og ekkert virst ama að honum. Hún hefði spurt hvort ekki væri rétt að fara með manninn á sjúkrahús. Því hefði verið svarað á þá leið að ekki væri talin ástæða til þess þar sem lögregla vissi að maðurinn hefði fyrr um kvöldið verið að gera sér upp flogaveikisköst. Hún hefði tekið eftir að maðurinn gekkst við því. Frá vinnu í mánuð Þegar þetta lá fyrir hefði hún gengið aðeins í burtu en vinkona hennar orðið eftir. Stuttu síðar hefði konan tekið eftir því að svo virtist sem maðurinn hefði farið að elta vinkonuna og hún rokið í burtu frá honum. Maðurinn hefði hlaupið á ógnarhraða á eftir vinkonunni og hann virst ætla að ráðast á hana og verið ógnandi. Konan hefði brugðist við með því að ganga í áttina að þeim. Vinkonan hefði haldið áfram og farið fram hjá henni en maðurinn hlaupið „í gegnum hana“. Nánar tiltekið hefði maðurinn sveigt aðeins frá konunni þegar hann kom að henni en á sama tíma hefði hann ýtt við henni, eða hrint henni, með öðrum handleggnum svo að hún hentist aftur fyrir sig og lenti á vinstri hendinni og brotnaði á hendi. Umrædd atvik hefðu átt sér stað í húsasundi sem þá var á milli Hafnarstrætis 18 og 20 hjá húsnæði spilasalar Háspennu við Lækjartorg. Nánar aðspurð um að maðurinn hefði sveigt aðeins frá henni taldi hún það geta skýrst af þeirri átt sem hann hljóp í í umrætt skipti. Hann hefði verið að fara fram hjá húshorninu við spilasalinn og stefnt inn á Lækjartorg. Maðurinn hefði haldið áfram fram hjá henni inn á Lækjartorg en lögregla komið stuttu síðar og fjarlægt hann. Atvik hefðu gerst mjög hratt. Hún hefði gert ráð fyrir að maðurinn myndi hægja á sér en það hefði ekki gerst. Maðurinn hefði ekki virst vera að hugsa mikið um hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Konan sagðist vera örvhent og hún hefði brotnað á þeirri hendi. Hún hefði verið frá vinnu í 4−5 vikur og verið handlama á því tímabili. Hún fyndi enn þá fyrir óþægindum í hendinni á álagstíma en hún vinni við myndskreytingar og stundi nám í grafískri hönnun. Þá hefði atvikið komið illa við hana andlega. Sagði honum að skammast sín Vinkonan lýsti því þannig að hún hefði reiðst manninum þegar í ljós kom að hann var að gera sér upp flogakast. Hún hefði sagt honum að hann ætti að skammast sín. Það hefði verið útaf því að vinur hennar hefði látist nokkrum dögum áður. Þetta hefði komið illa við hana og hún ætlað að hjálpa manninum þar sem hann lá á götunni. Maðurinn hefði örugglega heyrt í henni en af viðbrögðum hans hefði mátt ráða að hann reiddist henni vegna ummælanna. Hún hefði síðan gengið hröðum skrefum í burtu. Maðurinn hefði virst ætla að elta hana, meiða hana eða valda henni tjóni. Konan sem slasaðist væri lítil í vexti og hún hefði gengið á milli en vinkonan snúið sér við á þeim tímapunkti og séð það gerast. Vinkonan hefði horft á manninn þar sem hann greip í aðra hendi eða handlegg konunnar og ýtti við henni eða hrinti henni, eins og hann vildi að hún færði sig, með þeim afleiðingum að hún lenti á jörðinni. Um hefði verið að ræða viljaverk, eina hreyfingu þar sem maðurinn greip um úlnliðinn á brotaþola og þrýsti henni niður svo að hún féll á götuna og meiddist. Vinkonan hefði viljað ganga úr skugga um að konan væri ómeidd. Konan hefði verið mjög reið og ekki gert sér grein fyrir alvarleika meiðslanna fyrr en síðar um nóttina. Með kókaín í vasanum Framburður þriðju vinkonu og lögreglumanns studdu frásögn konunnar. Sömuleiðis skýrsla læknis á Landspítalanum sem sagði beinbrot konunnar samrýmast því að konan hefði fallið á jörðina eftir að hafa verið hrint. Var það mat dómsins að nægjanlega væri sannað að karlmaðurinn hefði hrint konunni en var hann sýknaður af því að hafa hlaupið á hana eins og því var lýst í ákæru. Væru afleiðingarnar að minnsta kosti taldar manninum til sakar vegna stórfellds gáleysis. Þá var hann um leið dæmdur fyrir að hafa haft 0,26 grömm af kókaíni í vasa sínum við afskipti lögreglu á tjaldstæðinu í Laugardal í júní 2018. Sömuleiðis 0,23 grömm af kókaíni á öðru tjaldsvæði síðar um sumarið auk þess að bera vasahníf á almannafæri. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing auk þess sem vasahnífurinn og kókaínið var gert upptækt. Framburður vitnis staðfesti frásögn ungu konunnar um hringdingu og var maðurinn dæmdur fyrir að hrinda konunni. Hins vegar var hann sýknaður af því að hafa hlaupið á hana. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldis-, fíkniefna- og vopnalagabrot. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni en ákæran var í þremur liðum. Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa laugardag í október 2016 í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur hlaupið á konu og ýtt henni þannig að hún féll í götuna. Hlaut hún tvö brot í vinstri handlegg við fallið. Óskað eftir aðstoð lögreglu Í skýrslu lögreglu kom fram að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu í Hafnarstræti á þriðja tímanum um nóttina vegna manns með skerta meðvitund. Sjúkraflutningsmenn mættu einnig á svæðið og voru komnir á undan lögreglu. Þegar lögregla mætti tjáðu sjúkraflutningsmennirnir henni að karlmaðurinn hefði verið að gera sér upp flogakast. Þá hefði karlmaðurinn hlaupið í burtu þegar honum var synjað um akstur með sjúkrabifreið í fylgd með kærustu sinni. Við frekara eftirlit lögreglu kom í ljós að karlmaðurinn var ítrekað að gera sér upp flogakast í nágrenni við dómhúsið á Lækjartorgi. Þegar vegfarendur ætluðu að koma til aðstoðar virtist ákærði svara því með því að ýta og slá frá sér. Lögreglumenn misstu sjónar af karlmanninum en stuttu síðar var tilkynnt um hann í nágrenninu og að það blæddi úr honum. Þegar lögregla mætti á svæðið reyndist ákærði liggja á jörðinni - að gera sér upp flogakast. Hann virtist koma strax til meðvitundar við afskipti lögreglu og sagði að allt væri í lagi. Lögregla bað karlmanninn um að láta af hegðun sinni og yfirgefa svæðið. Látinn laus eftir samtal við varðstjóra Stuttu síðar þegar lögreglumenn hugðust fara af svæðinu kom vegfarandi til þeirra með upplýsingar um að karlmaðurinn væri að veitast að fólki í nágrenninu. Þegar lögreglumenn nálguðust karlmanninn fyrir utan dómhúsið reyndist hann vera að ýta við fólki. Var hann þá handtekinn og færður á lögreglustöð. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Var hann sjáanlega ölvaður, mjög ör í tali og hreyfingum og sjáöldur hans voru útvíkkuð. Þá virtist hann eiga erfitt með að einbeita sér og gleyma jafnóðum því sem sagt var við hann. Ákærði var látinn laus skömmu síðar eftir samtal við varðstjóra. Nokkrum dögum síðar mætti kona á lögreglustöð og lagði fram kæru vegna líkamsárásar sem lögregla áttaði sig á að passaði við hátterni mannsins umrædda nótt. Haldinn athyglissýki Karlmaðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði verið að skemmta sér með þáverandi kærustu sinni um nóttina. Hann hefði verið að gera sér upp flogaveikisköst til að ná athygli kærustunnar en hann hefði verið haldinn athyglissýki. Hann minntist þess ekki að nokkur hefði rætt við hann um nóttina vegna uppgerðra veikinda. Því síður að hafa hlaupið á konuna né ýtt henni. Hann hefði fyrst fengið að vita af því sjö mánuðum eftir umrædda nótt þegar lögregla boðaði hann í skýrslutöku. Konan lýsti því að hún hefði verið á gangi í miðborginni ásamt fleirum. Þau hefðu gengið fram á mann sem hefði legið á jörðinni í Hafnarstræti og virst vera í flogakasti. Þau hringdu eftir neyðaraðstoð og biðu eftir sjúkrabifreið. Á meðan hefði maðurinn ýmist verið að standa upp eða hrökklast niður og höfðu þau áhyggjur af honum. Lögregla hefði komið á staðinn og þá hefði karlmaðurinn skyndilega risið á fætur og ekkert virst ama að honum. Hún hefði spurt hvort ekki væri rétt að fara með manninn á sjúkrahús. Því hefði verið svarað á þá leið að ekki væri talin ástæða til þess þar sem lögregla vissi að maðurinn hefði fyrr um kvöldið verið að gera sér upp flogaveikisköst. Hún hefði tekið eftir að maðurinn gekkst við því. Frá vinnu í mánuð Þegar þetta lá fyrir hefði hún gengið aðeins í burtu en vinkona hennar orðið eftir. Stuttu síðar hefði konan tekið eftir því að svo virtist sem maðurinn hefði farið að elta vinkonuna og hún rokið í burtu frá honum. Maðurinn hefði hlaupið á ógnarhraða á eftir vinkonunni og hann virst ætla að ráðast á hana og verið ógnandi. Konan hefði brugðist við með því að ganga í áttina að þeim. Vinkonan hefði haldið áfram og farið fram hjá henni en maðurinn hlaupið „í gegnum hana“. Nánar tiltekið hefði maðurinn sveigt aðeins frá konunni þegar hann kom að henni en á sama tíma hefði hann ýtt við henni, eða hrint henni, með öðrum handleggnum svo að hún hentist aftur fyrir sig og lenti á vinstri hendinni og brotnaði á hendi. Umrædd atvik hefðu átt sér stað í húsasundi sem þá var á milli Hafnarstrætis 18 og 20 hjá húsnæði spilasalar Háspennu við Lækjartorg. Nánar aðspurð um að maðurinn hefði sveigt aðeins frá henni taldi hún það geta skýrst af þeirri átt sem hann hljóp í í umrætt skipti. Hann hefði verið að fara fram hjá húshorninu við spilasalinn og stefnt inn á Lækjartorg. Maðurinn hefði haldið áfram fram hjá henni inn á Lækjartorg en lögregla komið stuttu síðar og fjarlægt hann. Atvik hefðu gerst mjög hratt. Hún hefði gert ráð fyrir að maðurinn myndi hægja á sér en það hefði ekki gerst. Maðurinn hefði ekki virst vera að hugsa mikið um hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Konan sagðist vera örvhent og hún hefði brotnað á þeirri hendi. Hún hefði verið frá vinnu í 4−5 vikur og verið handlama á því tímabili. Hún fyndi enn þá fyrir óþægindum í hendinni á álagstíma en hún vinni við myndskreytingar og stundi nám í grafískri hönnun. Þá hefði atvikið komið illa við hana andlega. Sagði honum að skammast sín Vinkonan lýsti því þannig að hún hefði reiðst manninum þegar í ljós kom að hann var að gera sér upp flogakast. Hún hefði sagt honum að hann ætti að skammast sín. Það hefði verið útaf því að vinur hennar hefði látist nokkrum dögum áður. Þetta hefði komið illa við hana og hún ætlað að hjálpa manninum þar sem hann lá á götunni. Maðurinn hefði örugglega heyrt í henni en af viðbrögðum hans hefði mátt ráða að hann reiddist henni vegna ummælanna. Hún hefði síðan gengið hröðum skrefum í burtu. Maðurinn hefði virst ætla að elta hana, meiða hana eða valda henni tjóni. Konan sem slasaðist væri lítil í vexti og hún hefði gengið á milli en vinkonan snúið sér við á þeim tímapunkti og séð það gerast. Vinkonan hefði horft á manninn þar sem hann greip í aðra hendi eða handlegg konunnar og ýtti við henni eða hrinti henni, eins og hann vildi að hún færði sig, með þeim afleiðingum að hún lenti á jörðinni. Um hefði verið að ræða viljaverk, eina hreyfingu þar sem maðurinn greip um úlnliðinn á brotaþola og þrýsti henni niður svo að hún féll á götuna og meiddist. Vinkonan hefði viljað ganga úr skugga um að konan væri ómeidd. Konan hefði verið mjög reið og ekki gert sér grein fyrir alvarleika meiðslanna fyrr en síðar um nóttina. Með kókaín í vasanum Framburður þriðju vinkonu og lögreglumanns studdu frásögn konunnar. Sömuleiðis skýrsla læknis á Landspítalanum sem sagði beinbrot konunnar samrýmast því að konan hefði fallið á jörðina eftir að hafa verið hrint. Var það mat dómsins að nægjanlega væri sannað að karlmaðurinn hefði hrint konunni en var hann sýknaður af því að hafa hlaupið á hana eins og því var lýst í ákæru. Væru afleiðingarnar að minnsta kosti taldar manninum til sakar vegna stórfellds gáleysis. Þá var hann um leið dæmdur fyrir að hafa haft 0,26 grömm af kókaíni í vasa sínum við afskipti lögreglu á tjaldstæðinu í Laugardal í júní 2018. Sömuleiðis 0,23 grömm af kókaíni á öðru tjaldsvæði síðar um sumarið auk þess að bera vasahníf á almannafæri. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing auk þess sem vasahnífurinn og kókaínið var gert upptækt. Framburður vitnis staðfesti frásögn ungu konunnar um hringdingu og var maðurinn dæmdur fyrir að hrinda konunni. Hins vegar var hann sýknaður af því að hafa hlaupið á hana.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira