Demókratar deildu: „Milljarðamæringar í vínhellum eiga ekki að velja næsta forseta“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 11:28 Frambjóðendurnir sjö á sviði í gær. AP/Chris Carlson Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira