Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2019 20:00 Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir. Áramót Flugeldar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir.
Áramót Flugeldar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira