Bresk kona sakfelld fyrir að ljúga um hópnauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 10:25 Tveir ísraelsku mannanna sem voru sakaðir um að hafa nauðgað bresku konunni þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í júlí. Vísir/EPA Dómstóll á Kýpur sakfelldi nítján ára gamla breska konu í dag fyrir að ljúga til um að henni hefði verið nauðgað af hópi ísraelskra ungmenna í Ayia Napa í júlí. Konan fullyrti að kýpverska lögreglan hefði fengið hana til að bera ljúgvitni um atburðina en lögreglan hafnar því. Refsing konunnar verður ákveðin 7. janúar en hún gæti yfir höfði sér allt að árs fangelsi fyrir að spilla almannareglu. Lögmenn hennar krefjast þess að refsing hennar verði skilorðsbundin. Þeir telja ýmsar forsendur til að áfrýja dómnum. Tólf ísraelsk ungmenni voru handtekin vegna ásakana konunnar en þeim var síðar sleppt og leyft að halda heim á leið. Konan sat í gæsluvarðhaldi í meira en mánuð áður en henni var sleppt gegn tryggingu í lok ágúst. Hún hefur sætt farbanni síðan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmaður fjölskyldu konunnar segir að dómstóllinn hafi reitt sig á yfirlýsingu þar sem hún dró ásakanir sínar til baka þrátt fyrir að hún hafi skrifað undir hana án þess að hafa lögmann sér til stuðnings. Það sé brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Þá gagnrýndi hann dómarann fyrir að neitað að hlýða á sönnunargögn um hvort nauðgunin hafi átt sér stað. Saksóknarar héldu því fram að konan hefði sett ásakanir sínar sjálfviljug fram en dregið þær til baka tíu dögum síðar. Konan fullyrti fyrir dómi að það hefði hún gert undir hótunum um að hún yrði handtekin og að henni hafi verið meinað að ræða við lögmann. Bretland Kýpur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Dómstóll á Kýpur sakfelldi nítján ára gamla breska konu í dag fyrir að ljúga til um að henni hefði verið nauðgað af hópi ísraelskra ungmenna í Ayia Napa í júlí. Konan fullyrti að kýpverska lögreglan hefði fengið hana til að bera ljúgvitni um atburðina en lögreglan hafnar því. Refsing konunnar verður ákveðin 7. janúar en hún gæti yfir höfði sér allt að árs fangelsi fyrir að spilla almannareglu. Lögmenn hennar krefjast þess að refsing hennar verði skilorðsbundin. Þeir telja ýmsar forsendur til að áfrýja dómnum. Tólf ísraelsk ungmenni voru handtekin vegna ásakana konunnar en þeim var síðar sleppt og leyft að halda heim á leið. Konan sat í gæsluvarðhaldi í meira en mánuð áður en henni var sleppt gegn tryggingu í lok ágúst. Hún hefur sætt farbanni síðan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmaður fjölskyldu konunnar segir að dómstóllinn hafi reitt sig á yfirlýsingu þar sem hún dró ásakanir sínar til baka þrátt fyrir að hún hafi skrifað undir hana án þess að hafa lögmann sér til stuðnings. Það sé brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Þá gagnrýndi hann dómarann fyrir að neitað að hlýða á sönnunargögn um hvort nauðgunin hafi átt sér stað. Saksóknarar héldu því fram að konan hefði sett ásakanir sínar sjálfviljug fram en dregið þær til baka tíu dögum síðar. Konan fullyrti fyrir dómi að það hefði hún gert undir hótunum um að hún yrði handtekin og að henni hafi verið meinað að ræða við lögmann.
Bretland Kýpur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira