Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 09:09 Svante Thunberg hefur fylgst dóttur sinni á ferð hennar um heiminn. Getty Svante Thunberg, faðir sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg, segist hafa á sínum tíma talið það vera „slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. Þetta segir Svante Thunberg í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Ljóst má vera að barátta Gretu Thunberg hafi veitt milljónum manna innblástur og haft mikil áhrif á viðhorf fólks til umhverfis- og loftslagsmála. Svante segist þó „ekki hafa verið þess fylgjandi“ að dóttir sín hafi skrópað í skóla í tengslum við loftslagsverkföll sín sem hófust í Stokkhólmi á síðasta ári. Hún sé þó miklu hamingjusamari eftir að barátta hennar hófst. Hann hafi þó áhyggjur af því „hatri“ sem hún standi frammi fyrir. Attenborough veitir innblástur Rætt var við föður Gretu í þættinum Today á Radio 4 – þætti sem Greta tók sjálf þátt í að ritstýra. Þar er einnig rætt við sjónvarpsmanninn Sir David Attenborough þar sem hann segir Gretu hafa „vakið heiminn“ þegar komi að loftslagsmálum. Greta Thunberg.Getty Í þættinum ræða þau Attenborough og Greta Thunberg saman á Skype þar sem hún tjáir honum að þættir hans hafi meðal annars veitt henni innblástur til að gerast aðgerðasinni. Á móti segir Attenborough að Greta hafi náð slíkum árangri sem margir sem hafi barist fyrir í áratugi hafi ekki. Þá sé barátta Gretu eina ástæða þess að loftslagsmál hafi komist á dagskrá í kosningabaráttunni í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Barátta Gretu við þunglyndi Í þættinum ræðir Svante Thunberg að Greta hafi glímt við þunglyndi í þrjú eða fjögur ár áður en hún hóf loftslagsverkföll sín. „Hún hætti að tala, hún hætti að fara í skólann,“ segir faðir hinnar sextán ára Gretu. Þá hafi foreldrar Gretu staðið frammi fyrir þeirri martröð foreldris að barnið hafi neitað að borða. Svante hafi þá ákveðið að verja meiri tíma með Gretu og yngri systur hennar, Beata, á heimili þeirra í Stokkhólmi til að hjálpa dóttur sinni að líða betur. Móðir Gretu, Malena Ernman, hafi sömuleiðis sagt upp samningum til að fjölskyldan gæti varið meiri tíma saman. Ernman starfar sem söngkona og hefur meðal annars verið fulltrúi Svíþjóðar í lokakeppni Eurovision. Hættu að fljúga og gerðist vegan Svante segir að Greta hafi á sínum tíma sakað foreldra sína um hræsni, þar sem þau hafi talað fyrir mannréttindum en á sama tíma ekki tekið loftslagsvandann alvarlega. „Mannréttindi hverra eruð þið að tala fyrir,“ á Greta hafa spurt foreldra sína. Greta hafi hins vegar fengið orku af því að sjá foreldra sína breyta hegðun sína og nálgun sinni þegar kom að umhverfis- og loftslagsmálum. Þannig hafi móðir hennar hætt að fljúga og faðir hennar orðið vegan. Greta Thunberg fékk far með áströlskum samfélagsmiðlastjörnum til Evrópu frá Norður-Ameríku í nóvember.Getty Gerði þetta til að bjarga barninu sínu Svante Thunberg hefur ferðast með dóttur sinni til Norður-Ameríku og Spánar þar sem þau sóttu meðal annars loftslagsfundi og ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hafa þau siglt heimsálfa á milli þar sem Greta neitar að fljúga vegna útblásturs af völdum flugsamgangna. „Ég gerði þetta allt. Ég vissi að þetta væri rétti hluturinn til að gera. En ég gerði þetta ekki til að bjarga loftslaginu, heldur til að bjarga barninu mínu. Ég á tvær dætur og í sannleika sagt eru þær það eina sem skipti mig máli. Ég vil bara að þær séu hamingjusamar.“ Svante Thunberg heldur áfram og segir að Greta hafi breyst og orðið „mjög hamingjusöm“ vegna baráttunnar. „Fólk heldur að hún sé ekki venjuleg þar sem hún er sérstök, og hún er mjög fræg og allt það. En í mínum huga er hún venjulegt barn – hún getur gert allt það sem annað fólk getur. Hún dansar um, hlær mikið og við skemmtum okkur mjög vel. Og hún er á góðum stað.“ Hann segir þó að dóttir sín hafi þurft að þola mikið hatur á netinu. Mikið sé um falsfréttir, alls konar sem fólk reyni að ljúga upp á hana og það leiði af sér hatur. Hann segir dóttur sína þó takast vel á við gagnrýni. „Í sannleika sagt þá veit ég ekki hvernig hún fer að þessu, en hún hlær mikið að þessu. Henni finnst það sprenghlægilegt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Greta Thunberg er manneskja ársins Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time. 11. desember 2019 13:09 Greta Thunberg komin til Evrópu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku. 3. desember 2019 12:55 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Svante Thunberg, faðir sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg, segist hafa á sínum tíma talið það vera „slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. Þetta segir Svante Thunberg í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Ljóst má vera að barátta Gretu Thunberg hafi veitt milljónum manna innblástur og haft mikil áhrif á viðhorf fólks til umhverfis- og loftslagsmála. Svante segist þó „ekki hafa verið þess fylgjandi“ að dóttir sín hafi skrópað í skóla í tengslum við loftslagsverkföll sín sem hófust í Stokkhólmi á síðasta ári. Hún sé þó miklu hamingjusamari eftir að barátta hennar hófst. Hann hafi þó áhyggjur af því „hatri“ sem hún standi frammi fyrir. Attenborough veitir innblástur Rætt var við föður Gretu í þættinum Today á Radio 4 – þætti sem Greta tók sjálf þátt í að ritstýra. Þar er einnig rætt við sjónvarpsmanninn Sir David Attenborough þar sem hann segir Gretu hafa „vakið heiminn“ þegar komi að loftslagsmálum. Greta Thunberg.Getty Í þættinum ræða þau Attenborough og Greta Thunberg saman á Skype þar sem hún tjáir honum að þættir hans hafi meðal annars veitt henni innblástur til að gerast aðgerðasinni. Á móti segir Attenborough að Greta hafi náð slíkum árangri sem margir sem hafi barist fyrir í áratugi hafi ekki. Þá sé barátta Gretu eina ástæða þess að loftslagsmál hafi komist á dagskrá í kosningabaráttunni í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Barátta Gretu við þunglyndi Í þættinum ræðir Svante Thunberg að Greta hafi glímt við þunglyndi í þrjú eða fjögur ár áður en hún hóf loftslagsverkföll sín. „Hún hætti að tala, hún hætti að fara í skólann,“ segir faðir hinnar sextán ára Gretu. Þá hafi foreldrar Gretu staðið frammi fyrir þeirri martröð foreldris að barnið hafi neitað að borða. Svante hafi þá ákveðið að verja meiri tíma með Gretu og yngri systur hennar, Beata, á heimili þeirra í Stokkhólmi til að hjálpa dóttur sinni að líða betur. Móðir Gretu, Malena Ernman, hafi sömuleiðis sagt upp samningum til að fjölskyldan gæti varið meiri tíma saman. Ernman starfar sem söngkona og hefur meðal annars verið fulltrúi Svíþjóðar í lokakeppni Eurovision. Hættu að fljúga og gerðist vegan Svante segir að Greta hafi á sínum tíma sakað foreldra sína um hræsni, þar sem þau hafi talað fyrir mannréttindum en á sama tíma ekki tekið loftslagsvandann alvarlega. „Mannréttindi hverra eruð þið að tala fyrir,“ á Greta hafa spurt foreldra sína. Greta hafi hins vegar fengið orku af því að sjá foreldra sína breyta hegðun sína og nálgun sinni þegar kom að umhverfis- og loftslagsmálum. Þannig hafi móðir hennar hætt að fljúga og faðir hennar orðið vegan. Greta Thunberg fékk far með áströlskum samfélagsmiðlastjörnum til Evrópu frá Norður-Ameríku í nóvember.Getty Gerði þetta til að bjarga barninu sínu Svante Thunberg hefur ferðast með dóttur sinni til Norður-Ameríku og Spánar þar sem þau sóttu meðal annars loftslagsfundi og ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hafa þau siglt heimsálfa á milli þar sem Greta neitar að fljúga vegna útblásturs af völdum flugsamgangna. „Ég gerði þetta allt. Ég vissi að þetta væri rétti hluturinn til að gera. En ég gerði þetta ekki til að bjarga loftslaginu, heldur til að bjarga barninu mínu. Ég á tvær dætur og í sannleika sagt eru þær það eina sem skipti mig máli. Ég vil bara að þær séu hamingjusamar.“ Svante Thunberg heldur áfram og segir að Greta hafi breyst og orðið „mjög hamingjusöm“ vegna baráttunnar. „Fólk heldur að hún sé ekki venjuleg þar sem hún er sérstök, og hún er mjög fræg og allt það. En í mínum huga er hún venjulegt barn – hún getur gert allt það sem annað fólk getur. Hún dansar um, hlær mikið og við skemmtum okkur mjög vel. Og hún er á góðum stað.“ Hann segir þó að dóttir sín hafi þurft að þola mikið hatur á netinu. Mikið sé um falsfréttir, alls konar sem fólk reyni að ljúga upp á hana og það leiði af sér hatur. Hann segir dóttur sína þó takast vel á við gagnrýni. „Í sannleika sagt þá veit ég ekki hvernig hún fer að þessu, en hún hlær mikið að þessu. Henni finnst það sprenghlægilegt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Greta Thunberg er manneskja ársins Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time. 11. desember 2019 13:09 Greta Thunberg komin til Evrópu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku. 3. desember 2019 12:55 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Greta Thunberg er manneskja ársins Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time. 11. desember 2019 13:09
Greta Thunberg komin til Evrópu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku. 3. desember 2019 12:55