Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 14:47 Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air. Mynd/Stöð 2 Einn stofnenda WAB air, íslensks lággjaldaflugfélags sem hópur fjárfesta freistar þess nú að koma á fót, segir aðstandendur félagsins munu halda sínu striki. Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Balarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif þar á. Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Sögu í dag að jómfrúarflug hins nýja WOW air yrði í október. WOW hafi þegar tryggt sér tvær flugvélar í reksturinn og þá muni félagið einnig einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi. Félagið verður með bandarískt flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur Ballarin Sveinn Ingi Steinþórsson einn stofnenda WAB air segir félagið ekki láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir endurreisn WOW, sem yrði að öllum líkindum öflugur samkeppnisaðili WAB. „Við höldum okkar striki,“ segir Sveinn. Hann segir starfsfólk WAB air enn vinna að því að fá flugrekstrarleyfi en félagið sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Að öðru leyti vill Sveinn ekki tjá sig um rekstur WAB air eða endurreisn WOW. Hann segir þó að frekari fregna af WAB megi vænta bráðlega. WAB air hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í byrjun ágúst. Um tíu starfsmenn mættu til vinnu fyrsta daginn. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Einn stofnenda WAB air, íslensks lággjaldaflugfélags sem hópur fjárfesta freistar þess nú að koma á fót, segir aðstandendur félagsins munu halda sínu striki. Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Balarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif þar á. Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Sögu í dag að jómfrúarflug hins nýja WOW air yrði í október. WOW hafi þegar tryggt sér tvær flugvélar í reksturinn og þá muni félagið einnig einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi. Félagið verður með bandarískt flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur Ballarin Sveinn Ingi Steinþórsson einn stofnenda WAB air segir félagið ekki láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir endurreisn WOW, sem yrði að öllum líkindum öflugur samkeppnisaðili WAB. „Við höldum okkar striki,“ segir Sveinn. Hann segir starfsfólk WAB air enn vinna að því að fá flugrekstrarleyfi en félagið sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Að öðru leyti vill Sveinn ekki tjá sig um rekstur WAB air eða endurreisn WOW. Hann segir þó að frekari fregna af WAB megi vænta bráðlega. WAB air hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í byrjun ágúst. Um tíu starfsmenn mættu til vinnu fyrsta daginn. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00