Jón er einn af stofnendum og eigendum ISR Matrix Iceland og Mjölnis. Hann starfar í dag við það að þjálfa fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í neyðarvörn og öryggistökum auk þess sem ég sér um slagsmálaatriði og áhættuatriði í íslenskum kvikmyndum og þáttum.
„Ég hef stundað bardagaíþróttir í 23 ár, starfað í lögreglunni og farið í gegnum sérsveitarþjálfun. Ég hef þjálfað hættulegustu konur og menn landsins. Í þessu öllu líður mér vel. En þegar kemur að því að dansa, þá verð ég mjög lítill í mér og óöryggið sést langar leiðir.“
Jóni var boðið að taka þátt í fyrstu þáttaröðinni og vildi ekki skorast undan að þessu sinni.
„Í partíum fer ég ekki á dansgólfið nema ég sé búinn að fá mér nokkra bjóra. Ég myndi aldrei gera það alveg edrú. Ég hef verið mikið í bardagaíþróttum og dansinn gæti alveg farið vel saman við það. Ég veit allavega að Bruce Lee var Cha cha cha meistarinn í Hong Kong. Það gæti hjálpað að vera vanur að læra hreyfingar í bardagaíþróttum þegar kemur að dansinum.“
Jón segist vera búinn að hitta dansfélaga sinn og líst honum rosalega vel á hana.
„Maður er mikill keppnismaður og maður mun auðvitað gera sitt besta og gera allt sem ég get til að komast allavega eitthvað vel áfram í þáttunum.“