Kominn ár á eftir áætlun Benedikt Bóas. skrifar 6. september 2019 09:00 Laugardalsvöllur. Getty/Oliver Hardt Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira