Geðheilsa er líka heilsa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2019 07:15 Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleikann á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira