„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:47 Gargiulo var í dag sakfelldur fyrir morðin á þeim Ashley Ellerin og Mariu Bruno. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða Michelle Murphy. Hann er auk þess ákærður fyrir morðið á fjórðu konunni, Triciu Pacaccio. Vísir/getty Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993. Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993.
Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent