Tvífari Ross í Friends kominn í steininn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 18:01 Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt? Hinn 36 ára gamli Írani, Abdulah Husseini, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir þjófnað og fyrir að hafa villt á sér heimildir. Hann vann sér það helst til frægðar að vera afskaplega líkur leikaranum David Schwimmer sem best er þekktur fyrir leik í þáttaröðinni ofurvinsælu Friends. Það vakti heimsathygli á síðasta ári þegar lögreglan í Blackpool í Bretlandi birti mynd af Husseini þar sem hann var eftirlýstur fyrir þjófnað. Netverjar voru fljótir að benda á hversu líkur hann væri Schwimmer og fékk myndin af Husseini gríðarlega dreifingu á netinu. Schwimmer sjálfur tók þátt í gríninu og hermdi eftir myndinni. Lét hann lögregluna í Blackpool vita að hann væri þrátt fyrir það saklaus. Erfiðlega gekk hins vegar fyrir Husseini að ganga huldu höfði og var hann handtekinn fljótlega eftir að hann var eftirlýstur af lögreglu. Husseini lýsti sig saklausan af ákæru í málinu en eftir tveggja daga réttarhöld var hann fundinn sekur um þjófnað og að hafa villt á sér heimildir í fjórgang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemst í kast við lögin en frá árinu 2008 hefur hann verið sakfelldur fyrir 60 hegningarlagabrot.Officers, I swear it wasn't me.As you can see, I was in New York.To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018 Bretland England Friends Tengdar fréttir David Schwimmer segist saklaus Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla. 24. október 2018 17:51 Tvífari David Schwimmer á flótta Lögregla í Bretlandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur manni sem grunaður er um þjófnað og fjársvik eftir að hann mætti ekki fyrir dómara í morgun. 18. desember 2018 11:17 Telja að tvífari Ross sé í London Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél. 2. nóvember 2018 11:08 Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Tvífari Schwimmer handtekinn í London Maðurinn hefur verið eftirlýstur í nokkurn tíma en málið vakti heimsathygli þar sem hann þótti einkar líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer. 13. nóvember 2018 14:22 Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer. 25. október 2018 19:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Írani, Abdulah Husseini, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir þjófnað og fyrir að hafa villt á sér heimildir. Hann vann sér það helst til frægðar að vera afskaplega líkur leikaranum David Schwimmer sem best er þekktur fyrir leik í þáttaröðinni ofurvinsælu Friends. Það vakti heimsathygli á síðasta ári þegar lögreglan í Blackpool í Bretlandi birti mynd af Husseini þar sem hann var eftirlýstur fyrir þjófnað. Netverjar voru fljótir að benda á hversu líkur hann væri Schwimmer og fékk myndin af Husseini gríðarlega dreifingu á netinu. Schwimmer sjálfur tók þátt í gríninu og hermdi eftir myndinni. Lét hann lögregluna í Blackpool vita að hann væri þrátt fyrir það saklaus. Erfiðlega gekk hins vegar fyrir Husseini að ganga huldu höfði og var hann handtekinn fljótlega eftir að hann var eftirlýstur af lögreglu. Husseini lýsti sig saklausan af ákæru í málinu en eftir tveggja daga réttarhöld var hann fundinn sekur um þjófnað og að hafa villt á sér heimildir í fjórgang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemst í kast við lögin en frá árinu 2008 hefur hann verið sakfelldur fyrir 60 hegningarlagabrot.Officers, I swear it wasn't me.As you can see, I was in New York.To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Bretland England Friends Tengdar fréttir David Schwimmer segist saklaus Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla. 24. október 2018 17:51 Tvífari David Schwimmer á flótta Lögregla í Bretlandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur manni sem grunaður er um þjófnað og fjársvik eftir að hann mætti ekki fyrir dómara í morgun. 18. desember 2018 11:17 Telja að tvífari Ross sé í London Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél. 2. nóvember 2018 11:08 Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Tvífari Schwimmer handtekinn í London Maðurinn hefur verið eftirlýstur í nokkurn tíma en málið vakti heimsathygli þar sem hann þótti einkar líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer. 13. nóvember 2018 14:22 Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer. 25. október 2018 19:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
David Schwimmer segist saklaus Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla. 24. október 2018 17:51
Tvífari David Schwimmer á flótta Lögregla í Bretlandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur manni sem grunaður er um þjófnað og fjársvik eftir að hann mætti ekki fyrir dómara í morgun. 18. desember 2018 11:17
Telja að tvífari Ross sé í London Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél. 2. nóvember 2018 11:08
Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53
Tvífari Schwimmer handtekinn í London Maðurinn hefur verið eftirlýstur í nokkurn tíma en málið vakti heimsathygli þar sem hann þótti einkar líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer. 13. nóvember 2018 14:22
Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer. 25. október 2018 19:49