Júlí hlýjasti mánuður í sögu beinna mælinga á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 16:06 Smáfuglar svala sér í hitabylgju í Belgrad í Serbíu. Áfram hefur verið heitt víða í águst eftir metmánuðinn júlí. Vísir/EPA Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00
Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06