Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 15:08 Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag. Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag.
Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33