573 mánuðir og 22 dagar síðan Víkingar komust síðast í bikarúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 14:30 Kári Árnason. Vísir/Daníel Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira