Range Rover fær BMW-vél 15. ágúst 2019 06:00 Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrirtækisins sést með BMW-vélar undir húddinu. Það á til dæmis við þessa næstu kynslóð flaggskipsins Range Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8 strokka BMW-vél með forþjöppu. Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra vélin með keflablásara (supercharged) hverfur í Range Rover. Samstarf Jaguar Land Rover og BMW verður þó viðameira en þetta þar sem fyrirtækin hafa skrifað undir víðtækan samstarfssamning og ætlar JLR með því að spara mikið í þróunarkostnaði sínum.Bara nýjar vélar JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka BMW-vélar í bílum sínum og samstarfið kveður einnig á um sameiginlega þróun á rafmagns- og tengiltvinnaflrásum. Ný gerð Range Rover fær líka nýjan undirvagn sem að miklu leyti verður úr áli og miklu léttari en af fyrri gerð. Þessi undirvagn mun verða í mun fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu minni bíl eins og Jaguar XE og að þeim stærsta, það er Range Rover. Líklega mun engin vélargerð sem nú er í boði í Range Rover lifa af í næstu kynslóð bílsins, hann verður í boði með nýjum vélum smíðuðum af JLR eða BMW. Heyrst hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR sé svo umhverfisvæn að hún mengi minna en 80 g/km af CO2 og sé því vel innan nýrra strangra viðmiða um mengun. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent
Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrirtækisins sést með BMW-vélar undir húddinu. Það á til dæmis við þessa næstu kynslóð flaggskipsins Range Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8 strokka BMW-vél með forþjöppu. Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra vélin með keflablásara (supercharged) hverfur í Range Rover. Samstarf Jaguar Land Rover og BMW verður þó viðameira en þetta þar sem fyrirtækin hafa skrifað undir víðtækan samstarfssamning og ætlar JLR með því að spara mikið í þróunarkostnaði sínum.Bara nýjar vélar JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka BMW-vélar í bílum sínum og samstarfið kveður einnig á um sameiginlega þróun á rafmagns- og tengiltvinnaflrásum. Ný gerð Range Rover fær líka nýjan undirvagn sem að miklu leyti verður úr áli og miklu léttari en af fyrri gerð. Þessi undirvagn mun verða í mun fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu minni bíl eins og Jaguar XE og að þeim stærsta, það er Range Rover. Líklega mun engin vélargerð sem nú er í boði í Range Rover lifa af í næstu kynslóð bílsins, hann verður í boði með nýjum vélum smíðuðum af JLR eða BMW. Heyrst hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR sé svo umhverfisvæn að hún mengi minna en 80 g/km af CO2 og sé því vel innan nýrra strangra viðmiða um mengun.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent