Lífið

Þingmaður Pírata orðinn einkaflugmaður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm
Smári McCarthy þingmaður Pírata tók einkaflugmannspróf í dag – og náði. Smári greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld og segir langþráðan draum að rætast.

„Þingmennska er mjög krefjandi, en mér finnst mikilvægt að hafa eitthvað allt annars eðlis fyrir stafni líka til að minna mig á hver ég er. Í dag kláraði ég einkaflugmannsréttindi; æskudraumur orðinn að veruleika,“ skrifar Smári.

Þá sé auðvitað fleira í farvatninu. „Ég harðneita að láta mér leiðast.“

Smári hefur setið á þingi fyrir Pírata síðan árið 2016. Þá er hann ekki aðeins þingmaður og einkaflugmaður heldur einnig forritari.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×