Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2019 20:57 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðherrabústaðnum í gær. Bæjarstjórar Seltjarnarness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir aftan að undirrita sáttmálann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05