Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2019 20:57 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðherrabústaðnum í gær. Bæjarstjórar Seltjarnarness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir aftan að undirrita sáttmálann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05