Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann – ekki fáa Drífa Snædal skrifar 27. september 2019 12:48 Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar