Það þarf að gera eitthvað Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 27. september 2019 10:20 Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Loftslagsmál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar