Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 10:10 Stjórnarhermenn voru sakaðir um að hafa kveikt í bílum með hjálpargögn í febrúar. Svo virðist hins vegar sem að eldurinn hafi kviknað út frá bensínsprengju mótmælanda. Vísir/EPA Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15